Heitustu litirnir fyrir tásumyndir á Tene

Förðunarráð | 23. apríl 2023

Heitustu litirnir fyrir tásumyndir á Tene

Nú þegar sumardagurinn fyrsti er genginn í garð styttist biðin eftir sumarfríinu óðum. Sólareyjan Tenerife er vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga og eflaust nokkrir sem bíða spenntir eftir að komast þangað og smella jafnvel einni tásumynd.

Heitustu litirnir fyrir tásumyndir á Tene

Förðunarráð | 23. apríl 2023

Fullkomnir litir fyrir tásumyndir á ströndinni í sumar.
Fullkomnir litir fyrir tásumyndir á ströndinni í sumar. Samsett mynd

Nú þegar sumardagurinn fyrsti er genginn í garð styttist biðin eftir sumarfríinu óðum. Sólareyjan Tenerife er vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga og eflaust nokkrir sem bíða spenntir eftir að komast þangað og smella jafnvel einni tásumynd.

Nú þegar sumardagurinn fyrsti er genginn í garð styttist biðin eftir sumarfríinu óðum. Sólareyjan Tenerife er vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga og eflaust nokkrir sem bíða spenntir eftir að komast þangað og smella jafnvel einni tásumynd.

Til að stytta biðina er tilvalið að byrja að pæla í litavali á neglurnar, en eftirfarandi litum er spáð miklum vinsældum í sumar.

Kóral-bleikur

Allskyns bleikir tónar hafa verið áberandi í fótsnyrtingu á sumrin, þá ekki síst kóral-bleikur. Liturinn fer sérlega vel við sólkyssta húð, en ef þú ert með ljósari húð er mælt með því að fara frekar í ferskjulitaðan.

Skjáskot/Instagram

Appelsínugulur

Appelsínugult naglalakk í anda hins vinsæla drykkjar Aperol Sprtiz á eftir að slá í gegn í sumar. Það er ekki fjarri lagi að sitja í sólinni og sötra á drykknum með tásur í stíl. 

Skjáskot/Instagram

Ljósblár

Liturinn er ljúfur og látlaus en gerir samt mikið. Það er hægt að leika sér mikið með ljósbláa litinn og fara jafnvel aðeins út í fjólubláan ef maður er í stuði. Það eru margir möguleikar í boði en ljósblái liturinn passar við allt.

Skjáskot/Instagram

Barbie-bleikur

Glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir Barbie-æðinu sem tröllreið tískuheiminum á síðasta ári. Nú virðist liturinn vera að færa sig yfir á neglurnar, enda litur sem einfaldlega klikkar ekki.

Skærgrænn

Ef þig langar að bæta smá litagleði í fataskápinn en ert ekki tilbúin í að fjárfesta í skærum flíkum er tilvalið að byrja á nöglum. Skærgrænn er fullkominn sumarlitur enda tónar hann fallega við sólkyssta húðina og fangar augað.

mbl.is