Bandaríska fimleikastjarnan og ólympíuverðlaunahafinn, Simone Biles, og NFL–leikmaðurinn Jonathan Owens gengu í hjónaband síðastliðna helgi.
Bandaríska fimleikastjarnan og ólympíuverðlaunahafinn, Simone Biles, og NFL–leikmaðurinn Jonathan Owens gengu í hjónaband síðastliðna helgi.
Bandaríska fimleikastjarnan og ólympíuverðlaunahafinn, Simone Biles, og NFL–leikmaðurinn Jonathan Owens gengu í hjónaband síðastliðna helgi.
Biles deildi myndum frá deginum á Instagram er sýnir parið skælbrosandi að ganga út úr dómsal og er því líklegt að parið hafi skipst á heitum fyrir framan dómara. „Já, formlega orðin Owens,“ skrifar Biles við færsluna.
Parið kynntist árið 2020 í gegnum stefnumótaforritið Raya og var það Biles sem tók fyrsta skrefið. Ólympíuhafinn og leikmaður Houston Texans opinberuðu samband sitt skömmu síðar með myndum á Instagram.
Biles og Owens tilkynntu síðan um trúlofun sína í febrúar. NFL–leikmaðurinn bað Biles með demantshring frá ZoFrost. „Auðveldasta JÁ–ið,“ skrifaði Biles við myndirnar sem sýna frá trúlofuninni. „Ég get ekki beðið eftir að eyða eilífðinni með mér, þú ert allt sem mig dreymdi um og meira! Giftum okkur, unnusti.“