Eitt eigulegasta hús landsins komið á sölu

Heimili | 25. apríl 2023

Eitt eigulegasta hús landsins komið á sölu

Við Markarflöt í Garðabæ er að finna einstakt 251 fm einbýli sem byggt var 1969. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og hefur verið mikið endurnýjað. 

Eitt eigulegasta hús landsins komið á sölu

Heimili | 25. apríl 2023

Við Markarflöt 9 í Garðabæ er að finna einstaklega smekklegt …
Við Markarflöt 9 í Garðabæ er að finna einstaklega smekklegt einbýli. Ljósmynd/Samsett

Við Markarflöt í Garðabæ er að finna einstakt 251 fm einbýli sem byggt var 1969. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og hefur verið mikið endurnýjað. 

Við Markarflöt í Garðabæ er að finna einstakt 251 fm einbýli sem byggt var 1969. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og hefur verið mikið endurnýjað. 

Húsið er á tveimur hæðum en á þeirri efri má finna eldhús með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og náttúrusteini. Eldhúsið er opið inn í borðstofu en í eldhúsinu sjálfu er að finna sérlega smart hringlaga borð úr grænum marmara. 

Allur stíllinn á heimilinu er skemmtilegur og hefur mikil vinna verið lögð í að gera heimilið sem fallegast. 

Húsið prýða stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn. Í kringum húsið er stór og gróinn garður.

Af fasteignavef mbl.is: Markarflöt 9

mbl.is