Svíar vísa Rússum á dyr

Rússland | 25. apríl 2023

Svíar vísa Rússum á dyr

Sænsk stjórnvöld hafa vísað fimm starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Stokkhólmi úr landi eftir að þeir urðu uppvísir að starfsemi sem sænsk stjórnvöld telja ekki geta samræmst störfum þeirra sem sendierindrekar Rússlands.

Svíar vísa Rússum á dyr

Rússland | 25. apríl 2023

Tobias Billström, hægra megin, utanríkisráðherra Svíþjóðar, ræðir við breska starfsbróður …
Tobias Billström, hægra megin, utanríkisráðherra Svíþjóðar, ræðir við breska starfsbróður sinn James Cleverly á NATO-þinginu í Brussel 4. apríl. AFP/Olivier Matthys

Sænsk stjórnvöld hafa vísað fimm starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Stokkhólmi úr landi eftir að þeir urðu uppvísir að starfsemi sem sænsk stjórnvöld telja ekki geta samræmst störfum þeirra sem sendierindrekar Rússlands.

Sænsk stjórnvöld hafa vísað fimm starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Stokkhólmi úr landi eftir að þeir urðu uppvísir að starfsemi sem sænsk stjórnvöld telja ekki geta samræmst störfum þeirra sem sendierindrekar Rússlands.

Frá þessu greinir Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í viðtali við sænska ríkisútvarpið SVT í dag.

Er ákvörðunin tekin aðeins nokkrum dögum eftir að skandinavísku ríkisútvörpin SVT, DR, NRK og YLE birtu heljarmikla samstarfsumfjöllun, Skuggastríðið, um njósnir Rússa á fjölbreyttum vettvangi á Norðurlöndunum, mikið til gegnum skipaumferð.

Gegn Vínarsáttmálanum

„Sænsk stjórnvöld hafa í dag boðað Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússlands, á sinn fund og gert honum ljóst að fimm sendiráðsstarfsmönnum sé gert að yfirgefa landið á þeim grundvelli að háttsemi þeirra gangi gegn Vínarsáttmálanum um stjórnmálasamband ríkja,“ segir ráðherra.

Tatarintsev vill ekki tjá sig um málið við SVT en ekki er meira en hálfur mánuður liðinn síðan norsk stjórnvöld vísuðu fimmtán starfsmönnum rússneska sendiráðsins úr landi.

Sænsk stjórnvöld vísuðu síðast þremur rússneskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi í apríl í fyrra, skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu, og hið sama hafa fleiri Evrópuríki gert.

SVT

SVTII (Skuggastríðið)

mbl.is