Bókun 35 hraðað á þingi

Alþingi | 27. apríl 2023

Bókun 35 hraðað á þingi

Kurr er meðal þingmanna í utanríkismálanefnd Alþingis, sem telja að reynt hafi verið að keyra frumvarp utanríkisráðherra vegna bókunar 35 í gegn hraðar en við hæfi sé. Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, er þar á meðal, en hann segir í samtali við Morgunblaðið að sérstök ástæða sé til þess að gefa sér nægan tíma til.

Bókun 35 hraðað á þingi

Alþingi | 27. apríl 2023

Lögjafarvald í höndum Alþingis er ríkur þáttur fullveldis þjóðarinnar. Sumir …
Lögjafarvald í höndum Alþingis er ríkur þáttur fullveldis þjóðarinnar. Sumir óttast að það skerðist með lagabreytingu vegna bókunar 35. mbl.is/AM

Kurr er meðal þingmanna í utanríkismálanefnd Alþingis, sem telja að reynt hafi verið að keyra frumvarp utanríkisráðherra vegna bókunar 35 í gegn hraðar en við hæfi sé. Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, er þar á meðal, en hann segir í samtali við Morgunblaðið að sérstök ástæða sé til þess að gefa sér nægan tíma til.

Kurr er meðal þingmanna í utanríkismálanefnd Alþingis, sem telja að reynt hafi verið að keyra frumvarp utanríkisráðherra vegna bókunar 35 í gegn hraðar en við hæfi sé. Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, er þar á meðal, en hann segir í samtali við Morgunblaðið að sérstök ástæða sé til þess að gefa sér nægan tíma til.

„Þetta er mál af stærðargráðu sem þarf vandaða umfjöllun, mál sem vekur spurningar um stjórnarskrármálefni. Þess vegna skiptir miklu máli að leita umsagna víða og kalla fyrir nefndina alla þá gesti sem þurfa þykir, enda ekkert sem bendir til þess að eftir 30 ár liggi núna lífið við.“

Bjarni, þingmaður Vinstri grænna, hefur verið í Strassborg þessa viku, en Njáll Trausti Friðbertsson varaformaður úr Sjálfstæðisflokki er sagður hafa lagt áherslu á að koma sem mestu í verk á meðan.

Ekki bætti úr skák að umsagnartíminn var styttur úr hinum hefðbundu tveimur vikum í eina, fimm virka daga. Þingmenn, sem blaðið ræddi við, segja að á fundi nefndarinnar á mánudag hafi aðeins nokkrar umsagnarbeiðnir verið samþykktar, megnið frá fremur einsleitum hópi. Á fundi með embættismönnum í gær var því bætt mjög í og skipta umsagnarbeiðnir og fyrirhugaðar gestakomur nú tugum. Næsti fundur er á morgun.

Innan stjórnarliðsins eru skiptar skoðanir um málið, jafnvel innan flokka, en á meðan í Miðflokki og Flokki fólksins heyrast efasemdaraddir eru þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar ötulir stuðningsmenn frumvarpsins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is