„Mitt verkefni er að skapa klæðnað með notagildi“

Fatastíllinn | 27. apríl 2023

„Mitt verkefni er að skapa klæðnað með notagildi“

66°Norður kynnti á dögunum nýja samstarfslínu við breska fatahönnuðinn Charlie Constantinou. Hann lærði í hinum virta Central Saint Martin’s háskóla og hefur á stuttum tíma skapað sér stórt nafn innan tískuiðnaðarins í Lundúnum. 

„Mitt verkefni er að skapa klæðnað með notagildi“

Fatastíllinn | 27. apríl 2023

66°Norður kynnti á dögunum nýja samstarfslínu við breska fatahönnuðinn Charlie Constantinou. Hann lærði í hinum virta Central Saint Martin’s háskóla og hefur á stuttum tíma skapað sér stórt nafn innan tískuiðnaðarins í Lundúnum. 

66°Norður kynnti á dögunum nýja samstarfslínu við breska fatahönnuðinn Charlie Constantinou. Hann lærði í hinum virta Central Saint Martin’s háskóla og hefur á stuttum tíma skapað sér stórt nafn innan tískuiðnaðarins í Lundúnum. 

„Fyrir mig lá grunnurinn að samstarfinu í þeim gildum sem ég deili með 66°Norður. Þau snúast um þörf fyrir virkni og notagildi. Mitt verkefni er að skapa klæðnað með notagildi sem hefur þó sterka skírskotun í sköpun og ímyndun. Það að fá að brjótast út úr þeim ramma sem 66°Norður vinnur venjulega innan var mikilvægur hluti samstarfsins. Það hefur verið afar ánægjulegt að vinna að þessari vörulínu með teyminu frá 66°Norður og ég vona að hún gefi forsmekkinn að því hvað verður hægt að gera í framtíðinni,“ segir Charlie Constantinou sem fékk tilnefningu fyrir hin virtu LVMH-verðlauna á dögunum. Samstarfslínan verður eingöngu fáanleg í flaggskipsverslun 66°Norður á Regent Street í Lundúnum. 

Vörulínan er unnin með hringrásarmarkmið 66°Norður að leiðarljósi og eru flíkurnar því að stóru leyti framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum íslenska fataframleiðandans, þar sem hann nýtir efni sem fallið hefur til við framleiðslu annars útivistarfatnaðar.

Línan var unnin í nánu samstarfi við hönnunarteymi 66°Norður og þurfti hönnuðurinn Constantinou að kynna sér íslenskar aðstæður. Hann kom því nokkrum sinnum til Íslands á meðan á ferlinu stóð. Í línunni er útivistarfatnaður og prjónaflíkur. Dempaðir jarðlitir eru í forgrunni ásamt fjólubláum og rauðum tónum. Í prjónaflíkurnar er notað fléttað, merinoullar blandað garn sem hefur þrívíddaráferð þegar teygt er á efninu.

mbl.is