„Ísland er alveg land til að vera hamingjusamur í“

Framakonur | 29. apríl 2023

„Ísland er alveg land til að vera hamingjusamur í“

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, sem flestir þekkja sem Dwight Schrute, úr einum vinsælasta gamanþætti fyrr og síðar The Office, gladdi eflaust marga Íslendinga fyrr í vikunni þegar hann ræddi um dvöl sína á Íslandi við Jimmy Fallon í The Tonight Show Starring Jimmy Fallon. Leikarinn var staddur hér á landi síðastliðið sumar við tökur á nýjum þáttum, Rainn Wilson and the Geography of Bliss sem framleiðslufyrirtækið Arctic Productions, í eigu Hrefnu Hagalín, leikstjóra og framleiðanda og maka hennar, Inga Lárussonar, kvikmyndatökumanns, framleiddu. 

„Ísland er alveg land til að vera hamingjusamur í“

Framakonur | 29. apríl 2023

Hrefna Hagalín og Rainn Wilson eyddu síðasta sumri saman á …
Hrefna Hagalín og Rainn Wilson eyddu síðasta sumri saman á Íslandi í leit að hamingjunni. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, sem flestir þekkja sem Dwight Schrute, úr einum vinsælasta gamanþætti fyrr og síðar The Office, gladdi eflaust marga Íslendinga fyrr í vikunni þegar hann ræddi um dvöl sína á Íslandi við Jimmy Fallon í The Tonight Show Starring Jimmy Fallon. Leikarinn var staddur hér á landi síðastliðið sumar við tökur á nýjum þáttum, Rainn Wilson and the Geography of Bliss sem framleiðslufyrirtækið Arctic Productions, í eigu Hrefnu Hagalín, leikstjóra og framleiðanda og maka hennar, Inga Lárussonar, kvikmyndatökumanns, framleiddu. 

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, sem flestir þekkja sem Dwight Schrute, úr einum vinsælasta gamanþætti fyrr og síðar The Office, gladdi eflaust marga Íslendinga fyrr í vikunni þegar hann ræddi um dvöl sína á Íslandi við Jimmy Fallon í The Tonight Show Starring Jimmy Fallon. Leikarinn var staddur hér á landi síðastliðið sumar við tökur á nýjum þáttum, Rainn Wilson and the Geography of Bliss sem framleiðslufyrirtækið Arctic Productions, í eigu Hrefnu Hagalín, leikstjóra og framleiðanda og maka hennar, Inga Lárussonar, kvikmyndatökumanns, framleiddu. 

Blaðamaður sló á þráðinn hjá Hrefnu og heyrði í henni hljóðið, en þátturinn sem er frumsýndur þann 18. maí næstkomandi snýst um hamingju og því ekki leiðinlegt að heyra hvernig það hafi verið að eyða sumrinu í eintómri hamingju með skapandi, lífsglöðu og litríku fólki víðsvegar um Ísland.

„Arctic Productions er ungt og vaxandi framleiðslufyrirtæki og þess vegna var það bæði heiður og bara frábært tækifæri að vera treyst fyrir þessu verkefni. Við fengum verkefnið í hendurnar í gegnum erlendan framleiðanda sem við höfum unnið með áður sem hafði sjálf unnið fyrir NBC og benti á okkur.“

Þekkt fyrir hulin og dulræn öfl

Hrefna segir að áhugi útlendinga á Íslandi og Íslendingum hafi náð nýjum hæðum á undanförnum árum enda ein af fámennustu þjóðum Evrópu og þekkt fyrir hulin og dulræn öfl. Íslendingar hafa einnig oftar en einu sinni verið kosnir hamingjusamasta og friðsælasta þjóð í heimi og því upplagt að rannsaka það betur.

„Mér finnst alltaf áhugavert og hollt að upplifa Ísland í gegnum útlendinga, það er svo ótrúlegt hvað maður kann stundum að meta betur alla litlu hlutina í kringum sig eftir að sjá þá í öðru ljósi.“

Undirbúningur fyrir verkefnið hófst í byrjun apríl á seinasta ári og byrjaði leitin að hamingjusömu fólki til þess að tala við fljótt á eftir. Tökurnar hófust síðan í byrjun júnímánaðar og var erlenda tökuliðið á landinu með Hrefnu og Arctic Productions í um það bil tvær vikur.

„Það gekk mjög vel að fá fólk til þátttöku, allir sem ég hafði samband við voru meira en til í að taka þátt og erlenda teymið var rosalega ánægt með viðbrögð fólks. Þau áttu í raun erfiðast með að velja úr og koma öllu að.“

Hrefna við tökur á Rainn Wilson and the Geography of …
Hrefna við tökur á Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Ljósmynd/Hrefna Hagalín

Fylgdu ströngum kórónuveirureglum frá NBC

Síðastliðið sumar þegar Wilson var á landinu ásamt bandaríska tökuliðinu í upptökum þurfti hópurinn allur að fylgja ströngum verklagsreglum vegna kórónuveirunnar sem komu frá NBC–sjónvarpsstöðinni. Hrefna og hennar teymi fylgdu að sjálfsögðu eftirfarandi verkferlum og var farið að öllu með gætni. „Við þurftum að fylgja ströngum kórónuveirureglum allan tímann sem komu frá sjónvarpsstöðinni og vorum með sérstakan „kórónuveirulækni“ á setti allan tímann. Þrátt fyrir að það hafi verið búið að aflétta flestum takmörkunum hér á landi seinasta sumar þá var staðan önnur í Bandaríkjunum.“

Hrefna hafði því í mörg horn að líta við gerð þáttarins en hún sá um framleiðsluna á Íslandi frá a–ö. „Mitt hlutverk var að halda utan um framleiðsluna hér. Það þurfti að finna rétta viðmælendur og viðfangsefni í samvinnu við framleiðendur, þáttastjórnendur og leikstjóra sem er ansi stór hópur af fólki sem þarf að vera sammála um allar hugmyndir.“

Þar sem tökuliðið var að ferðast til samtals fimm mismunandi landa og takmarkanir vegna kórónuveirunnar enn í gangi víðsvegar um heim þá var reynt að halda hópnum eins léttum og afslöppuðum og mögulegt væri. Tökuteymið að utan var því óvenjulítið miðað við stærðina á framleiðslunni en það var vel passað upp á að það ríkti vinalegur og góður andi allan tímann.

Stóra nærbuxnamálið

Sæli framleiðandinn ásamt teymi sínu átti í mjög góðu sambandi við Wilson í gegnum tökuferlið og naut hverrar mínútu í leit sinni að hamingjunni þó svo að sambandið hafi byrjað ögn brosulega. „Hann var alveg viss um að nokkrar af nærbuxum hans hefðu ekki skilað sér úr hreinsun eftir fyrsta tökudaginn. Ég bar ábyrgð á þessum þvotti, svo öll augu voru á mér. Nærbuxurnar komu aldrei í leitirnar en mig grunar nú að þetta hafi verið hans leið til að grilla í mér þar sem hann er mikill húmoristi.“

Wilson, gerði stólpagrín að þessu og gantaðist mikið í Hrefnu varðandi málið. Hann spurði ítrekað um afdrif nærbuxnanna og stofnaði meira að segja spjallgrúppu til þess að geta rætt um stóra nærbuxnamálið. „Þegar við erum svo að mynda í sjóböðunum í Hvammsvík, rétt áður en hún var opnuð fyrir gestum, týndist sundskýlan hans Wilson's, þar sem honum og Ólafi Darra þótti ekki ástæða til þess að nota þær, fóru þær eitthvað á flakk. Eftir það var stofnuð enn ein spjallgrúppan Rainn's Swim Trunks og hófst þá ný leit. Sem betur fer fannst sundskýlan svo ég lá ekki undir grun.“

Hrefna Hagalín, Rainn Wilson og
Hrefna Hagalín, Rainn Wilson og "What The Helga" Hagalín. Ljósmynd/Hrefna Hagalín

„What the Hel-ga“

Systir Hrefnu, Helga Hagalín fékk það skemmtilega hlutverk að vera bílstjóri og aðstoðarmaður Wilson's og keyra hann um landið. Wilson fann upp setninguna; „What the Hel–ga“ þegar hann þurfti að kalla á hana. „Þau náðu vel saman enda bæði með góðan húmor og skemmtu sér vel. Ef glöggt er hlustað á viðtal Rainn Wilson hjá Jimmy Fallon þá er augljóst hvaða íslenska nafn er í hausnum á honum þegar Fallon fer að bulla um danska orðið „hygge“ og heldur að það sé íslenska.“

„Enginn trúir á guð á Íslandi og allir trúa á álfa“

Hamingja er fyndið fyrirbæri, mörgum hulin ráðgata og því frábært fyrir Hrefnu, Wilson og framleiðslu- og upptökuteymið að hafa fengið að eyða heilu sumri í leit að hamingjunni. „Það er erfitt að vera ekki í góðu skapi þegar maður er umkringdur svona góðu, skemmtilegu, kláru og fyndnu fólki eins og þetta teymi var allt upp til hópa. Þó það sé vissulega alltaf ákveðið stress og álag sem fylgir því að halda utan um svona stórt verkefni, þá voru þetta extra skemmtilegir dagar og mjög mikið hlegið.

Það var líka gaman að geta staðfest sumar goðsagnirnar um Ísland en stundum þarf maður líka að slá á stærstu fullyrðingarnar. Stundum sleppa þær líka í gegn eins og það að enginn trúi á guð á Íslandi og allir trúi á álfa – við erum ekkert að rembast við að skemma þá saklausu sögu um álfana.“

„Þú verður að hjálpa mér að redda þessari grillveislu“

Það er margt skemmtilegt sem fólk má eiga von á í Íslands–þætti Rainn Wilson and the Geography of Bliss. „Við hittum frábæra Íslendinga í þáttunum eins og Ólaf Darra, Jón Gnarr, kíktum í sauðburð til Pálínu Axelsdóttur bónda og í sjósund með góðum hópi kvenna í Nauthólsvík. Við hittum einnig fleiri frábæra Íslendinga og útlendinga búsetta á Íslandi.

Það var eitt sem kom sérstaklega á óvart. Það var þegar Wilson ákvað að Ólafur Darri ætti að bjóða í eina stóra og góða grillveislu í lokin. Darri er svo kurteis að hann sagði bara já. Svo hringdi hann í mig og sagði; Hrefna, þú verður að hjálpa mér að redda þessari grillveislu, ég er í Póllandi í tökum. Og þá bara gerðum við það, auðvitað með dyggri aðstoð nágranna og vina Ólafs Darra og allt gekk eins og í sögu fyrir utan grenjandi rigningu í tökunum sjálfum sem skapaði fyrir vikið bara ekta íslenska stemningu.

Það er alltaf gaman að því að sjá landið okkar og þjóðina með augum annarra. Það er ágætis áminning um það hversu margt spennandi er til hér á landi. Þótt hamingjan spyrji ekkert alltaf um aðstæður hjá fólki þá er Ísland alveg land til að vera hamingjusamur í.“

Íslands-þátturinn í uppáhaldi

Hrefnu og Arctic Productions leiddist ekki í eina mínútu í leit sinni að hamingjunni og það sem veitti hópnum mestu hamingju var það hversu vel allt gekk upp í heildina, frá undirbúningi og út verkefnið. „Allir sem komu að verkefninu voru rosalega ánægðir með allt á Íslandi og ég hef líka heyrt frá bæði leikstýru og erlendu framleiðendunum að Íslands–þátturinn sé í uppáhaldi hjá þeim.

Það veitir mér alltaf mikla ánægju þegar kúnninn fer sáttur og glaður frá okkur. Og ekki er verri tilfinningin þegar maður sér síðan endanlega útgáfu af einhverju mögnuðu myndbandi eða þætti sem gefur manni gæsahúð – kvikmyndaefni sem maður átti drjúgan þátt í að skapa. Það er hamingjan.“

Eftir að hafa sprengt hamingjuskalann með Rainn Wilson eru Arctic Productions byrjuð að vinna að næstu verkefnum og eru meðal annars að vinna að heimildarmynd um hljómsveitina GusGus.

mbl.is