Búið er að slökkva þann mikla eld sem kviknaði í eldsneytisgeymslustöð í borginni Sevastopol á Krímskaga. Líklegt þykir að eldurinn hafi kviknað vegna drónaárásar.
Búið er að slökkva þann mikla eld sem kviknaði í eldsneytisgeymslustöð í borginni Sevastopol á Krímskaga. Líklegt þykir að eldurinn hafi kviknað vegna drónaárásar.
Búið er að slökkva þann mikla eld sem kviknaði í eldsneytisgeymslustöð í borginni Sevastopol á Krímskaga. Líklegt þykir að eldurinn hafi kviknað vegna drónaárásar.
Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á árásinni en hafa sagt brunann vera refsingu frá guði. Enginn slasaðist í brunanum.
Ríkisstjóri á svæðinu segir eldinn hafa náð yfir um þúsund fermetra svæði en nóg sé eftir af eldsneyti fyrir almenna borgara.
Eldurinn kviknar minna en sólarhring eftir að Rússar sprengdu blokk í borginni Uman í Úkraínu sem varð yfir 20 manns að bana, þar á meðal börn. Talið er að bruninn á Krímskaga sé hefndaraðgerð fyrir fyrrnefnda sprengingu.
Reuters greinir frá því að þeir tíu eldsneytistankar sem voru eyðilagðir hafi innihaldið um fjörutíu þúsund lítra af olíu sem var ætlað flota Rússa í Svartahafi.