100 þúsund særst eða látist á fimm mánuðum

Úkraína | 1. maí 2023

100 þúsund særst eða látist á fimm mánuðum

Bandarísk stjórnvöld telja að 20 þúsund menn hafi látist í átökum í austurhluta Úkraínu síðustu fimm mánuði, aðallega í Bakmút. Þá hafi áttatíu þúsund til viðbótar særst.

100 þúsund særst eða látist á fimm mánuðum

Úkraína | 1. maí 2023

John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs.
John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Bandarísk stjórnvöld telja að 20 þúsund menn hafi látist í átökum í austurhluta Úkraínu síðustu fimm mánuði, aðallega í Bakmút. Þá hafi áttatíu þúsund til viðbótar særst.

Bandarísk stjórnvöld telja að 20 þúsund menn hafi látist í átökum í austurhluta Úkraínu síðustu fimm mánuði, aðallega í Bakmút. Þá hafi áttatíu þúsund til viðbótar særst.

„Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar misst um hundrað þúsund menn, þar á meðal meira en tuttugu þúsund sem létust í beinum átökum,“ sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, í dag.

Rússum hafi ekki tekist að ná yfirráðum á mikilvægustu svæðunum.

Þá sýni gögn sem nýlega voru gerð opinber að um helmingur þeirra sem létust í rússneska hernum hafi verið Wagner-málaliðar.

Átök í Bakmút hafi verið Rússum dýrkeypt, klárað birgðir og mannafla.

mbl.is