Sér eftir að hafa notað fyllingarefni í andlitið á sér

Kardashian | 1. maí 2023

Sér eftir að hafa notað fyllingarefni í andlitið á sér

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kylie Jenner, segist sjá eftir því að hafa breytt andlitinu á sér með því að nota fyllingarefni. 

Sér eftir að hafa notað fyllingarefni í andlitið á sér

Kardashian | 1. maí 2023

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner segist sjá eftir að hafa notað fyllingarefni …
Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner segist sjá eftir að hafa notað fyllingarefni í andlitið á sér. AFP

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kylie Jenner, segist sjá eftir því að hafa breytt andlitinu á sér með því að nota fyllingarefni. 

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kylie Jenner, segist sjá eftir því að hafa breytt andlitinu á sér með því að nota fyllingarefni. 

Í nýrri stiklu raunveruleikaþáttanna The Kardashians ræðir Jenner um fyllingarefni. „Við þurfum bara öll að eiga stærra samtal um fegurðarviðmiðin sem við erum að setja,“ segir Jenner við systur sínar, en hún segist ekki vilja að fimm ára dóttir hennar, Stormi, feti í fótspor hennar þegar kemur að fegrunaraðgerðum. 

„Ég vil ekki að dóttir mín geri það sem ég gerði. Ég vildi að ég hefði aldrei snert neitt til að byrja með,“ bætti hún við. Jenner var aðeins 17 ára gömul þegar hún viðurkenndi að nota varafyllingarefni, en hún sagðist hafa verið óörugg og þess vegna ákveðið að prófa að nota fyllingarefni í varirnar.

Systurnar Kendall og Kylie Jenner árið 2011.
Systurnar Kendall og Kylie Jenner árið 2011. STEVE MARCUS

Þvertekur fyrir óöryggið í dag

Í byrjun apríl ræddi Jenner um þær fegurðaraðgerðir sem hún hefur gengist undir við HommeGirls. „Ég held að það sé mikill misskilningur um mig að ég hafi farið í svo mikið af aðgerðum á andlitinu og að ég hafi verið óörugg manneskja, og ég var það í rauninni ekki,“ sagði hún.

Þrátt fyrir að hafa árið 2015 viðurkennt að hafa fengið sér varafyllingarefni vegna óöryggis sagði Jenner að það hafi verið „það besta sem hún hafi gert“ og að hún sjái ekki eftir því þar sem henni hafi alltaf fundist hún vera sæt.

mbl.is