Telur bankakaupin hafa lægt öldur á markaði

Gjaldþrot banka | 1. maí 2023

Telur bankakaupin hafa lægt öldur á markaði

Forstjóri JPMorgan Chase, Jamie Dimon, vonast til þess að kaupin á First Republic bankanum af Trygg­inga­sjóði inni­stæðueig­enda í Banda­ríkj­un­um, FDIC, muni lægja öldurnar á bankamarkaði.

Telur bankakaupin hafa lægt öldur á markaði

Gjaldþrot banka | 1. maí 2023

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase.
Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase. AFP

Forstjóri JPMorgan Chase, Jamie Dimon, vonast til þess að kaupin á First Republic bankanum af Trygg­inga­sjóði inni­stæðueig­enda í Banda­ríkj­un­um, FDIC, muni lægja öldurnar á bankamarkaði.

Forstjóri JPMorgan Chase, Jamie Dimon, vonast til þess að kaupin á First Republic bankanum af Trygg­inga­sjóði inni­stæðueig­enda í Banda­ríkj­un­um, FDIC, muni lægja öldurnar á bankamarkaði.

„Vonandi mun þetta koma á stöðuglega,“ sagði Dimon við fjölmiðla áður en hlutabréfamarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum í dag. 

Eft­ir­litsaðilar í Banda­ríkj­un­um lögðu í nótt hald á eign­ir á First Repu­blic bankanum í Kali­forn­íu en bank­inn var strax í kjölfarið keypt­ur af JP­Morg­an Chase.

Ástandið betra fyrir banka

„Engin kristalskúla er fullkomin, en já, ég tel að bankakerfið sé mjög stöðugt. Þessum hluta ástandsins er lokið,“ sagði Dimon.

Varaði hann þó við því þótt að aðstæður væru nú betri fyrir bankakerfið, að blikur væru enn á lofti á húsnæðismarkaði með hækkun stýrivaxta og samdrætti í efnahagskerfinu.

„En í bili ættum við að draga djúpt að okkur andann,“ sagði Dimon.

mbl.is