Eru þetta fegurstu sundlaugar heims?

Ítalía | 2. maí 2023

Eru þetta fegurstu sundlaugar heims?

Hvort sem þú ert að skipuleggja fjölskyldufrí eða afslappað ferðalag í sólina þá er sundlaug ómissandi. Sundlaugar eru samkomustaður þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og notið sín, svo skemmir ekki fyrir ef það er fallegt útsýni frá lauginni.

Eru þetta fegurstu sundlaugar heims?

Ítalía | 2. maí 2023

Hver elskar ekki sundlaugar?
Hver elskar ekki sundlaugar? Samsett mynd

Hvort sem þú ert að skipuleggja fjölskyldufrí eða afslappað ferðalag í sólina þá er sundlaug ómissandi. Sundlaugar eru samkomustaður þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og notið sín, svo skemmir ekki fyrir ef það er fallegt útsýni frá lauginni.

Hvort sem þú ert að skipuleggja fjölskyldufrí eða afslappað ferðalag í sólina þá er sundlaug ómissandi. Sundlaugar eru samkomustaður þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og notið sín, svo skemmir ekki fyrir ef það er fallegt útsýni frá lauginni.

Ferðavefurinn tók saman 6 Airbnb-eignir með algjörlega trylltum sundlaugum sem gleðja augað.

22 metra sundlaug í Indónesíu

Villa Luna er staðsett í sjávarþorpinu Sumberkima sem er sannkölluð köfunar- og snorklparadís. Fyrir framan villuna er guðdómleg 22 metra löng sundlaug sem veitir gestum stórkostlegt útsýni yfir fjölbreytt landslag Sumberkima.

Að innan hefur villan verið innréttuð á minimalískan og sjarmerandi máta, en þar er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Nóttin yfir sumartímann kostar 142 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega …
Nóttin yfir sumartímann kostar 142 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 19 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ljósmynd/Airbnb.com

Nútímaleg villa í Grikklandi

Í fimm mínútna göngufjarlægð frá Kathisma-strönd í Grikklandi stendur nútímaleg villa sem reist var árið 2021. Lúxus einkennir eignina sem hefur fallega og snyrtilega verönd með guðdómlegu útsýni yfir ströndina. 

Villan státar af einu svefnherbergi og tveimur baðherbergjum, en þar er svefnpláss fyrir allt að þrjá gesti. 

Nóttin yfir sumartímann kostar 586 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum …
Nóttin yfir sumartímann kostar 586 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 80 þúsund krónum. Ljósmynd/Airbnb.com

Einstök hönnun í Mexíkó

Þessa einstöku eign hannaði franski arkitektinn Ludwig Godefroy í brútalisma sem er angi af módernískum arkitektúr sem einkennist af stórum formum og hrárri steypuáferð. Eignin er staðsett í La Punta og er í fimm mínútna göngufjarlægð frá ströndinni.

Það vekur sérstaka athygli hvernig sundlaugin sameinar eignina að innan og utan, en alls eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi í eigninni.

Nóttin yfir sumartímann kostar 300 bandaríkjadali, eða rúmlega 41 þúsund …
Nóttin yfir sumartímann kostar 300 bandaríkjadali, eða rúmlega 41 þúsund krónur. Ljósmynd/Airbnb.com

Útsýnissundlaug í Kaliforníu

Í Topanga í Kaliforníu er að finna sérlega sjarmerandi heimili sem stendur á 1,9 hektara lóð. Útsýnið frá eigninni er guðdómlegt og ekki síður frá sundlauginni sem er afar falleg og stílhrein.

Alls eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi í eigninni og svefnpláss fyrir allt að átta gesti.

Nóttin yfir sumartímann kostar 1.345 bandaríkjadali, eða 184 þúsund krónur.
Nóttin yfir sumartímann kostar 1.345 bandaríkjadali, eða 184 þúsund krónur. Ljósmynd/Airbnb.com

Portúgölsk perla

Við Douro-ána í Portúgal, stendur snotur eign umvafin fallegu landslagi. Það sem stendur þó upp úr er 12 metra saltvatnslaug í garðinum sem veitir einstakt útsýni yfir stórbrotið landslag Porto.

Eignin státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, en þar rúmast allt að níu gestir.

Nóttin kostar 365 bandaríkjadali yfir sumartímann, eða sem nemur tæplega …
Nóttin kostar 365 bandaríkjadali yfir sumartímann, eða sem nemur tæplega 50 þúsund krónum. Ljósmynd/Airbnb.com

Sveitasetur á Ítalíu

Í Toscana-héraði á Ítalíu stendur fallegt sveitasetur sem gleður sannarlega augað. Í bakgarðinum er að finna töfrandi sundlaug með frábæru útsýni yfir sveitina.

Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í eigninni og því svefnpláss fyrir allt að sex gesti hverju sinni.

Nóttin kostar 348 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 47 þúsund …
Nóttin kostar 348 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 47 þúsund krónum. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is