Ben Stiller á NBA-leik í íslenskri úlpu

Fatastíllinn | 3. maí 2023

Ben Stiller á NBA-leik í íslenskri úlpu

Hollywood-stjarnan Ben Stiller elskar ekki eingöngu Ísland heldur íslenska hönnun líka. Grínleikarinn dáði skartaði úlpunni OK frá íslenska útivistarmerkinu 66°Norður á NBA-leik í New York um helgina. 

Ben Stiller á NBA-leik í íslenskri úlpu

Fatastíllinn | 3. maí 2023

Ben Stiller var í úlpu og með derhúfu á körfuboltaleik …
Ben Stiller var í úlpu og með derhúfu á körfuboltaleik á dögunum. Hann er heimsfrægur Íslandsvinur.

Hollywood-stjarnan Ben Stiller elskar ekki eingöngu Ísland heldur íslenska hönnun líka. Grínleikarinn dáði skartaði úlpunni OK frá íslenska útivistarmerkinu 66°Norður á NBA-leik í New York um helgina. 

Hollywood-stjarnan Ben Stiller elskar ekki eingöngu Ísland heldur íslenska hönnun líka. Grínleikarinn dáði skartaði úlpunni OK frá íslenska útivistarmerkinu 66°Norður á NBA-leik í New York um helgina. 

Myndskeið þar sem Stiller sat í áhorfendastúkunni birtist á Instagram-aðgangi NBA eftir leikinn. 

Stiller féll fyrir landi og þjóð þegar hann tók upp myndina The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi en hann lék aðalhlutverkið og leikstýrði myndinni. Í myndinni lék einnig íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og hafa þeir haldið í vinskapinn. Þeir hittust meðal annars á Íslandi í fyrrasumar. 

Ólafur Darri hefur farið fögrum orðum um Stiller og samstarf þeirra félaga. 

„Ég hef mikið verið að vinna til að mynda með Ben Stiller. Hann elsk­ar Ísland. Við erum ís­lenskt fram­leiðslu­fyr­ir­ætki og ætl­um að nýta okk­ur okk­ar ís­lenska sagna­arf og það frá­bæra hæfi­leika­fólk sem býr á Íslandi. En við ætl­um ekki að stoppa þar, held­ur lang­ar okk­ur að verða stór­ir í hinum nor­ræna hluta heims­ins og fram­leiða efni fyr­ir alþjóðamarkað,“ sagði Ólafur Darri meðal annars í Dagmálum í janúar. 

mbl.is