75 ára og ætlar aldrei að setjast í helgan stein

HönnunarMars | 4. maí 2023

75 ára og ætlar aldrei að setjast í helgan stein

Fatahönnuðurinn Helga Björnsson hefur verið búsett í París til fjölda ára. Í tískuborginni miklu vann Helga í þrjá áratugi sem Haute Couture fatahönnuður hjá hátískuhúsinu Louis Féraud. Hinn leikræni og lifandi stíll Helgu vakti mikla athygli fyrir litskrúðugar og mynstraðar flíkur sem prýddu tískupalla Parísarborgar. Nú hannar hún fatnað, slæður og húsbúnað undir eigin nafni. Helga verður með tískugjörning og teiti á þakinu á Reykjavik Edition hótelinu á morgun. Viðburðurinn Helga Björnsson x Reykjavík Edition er unninn í samstarfi við Áslaugu Snorradóttur matarlistamann. 

75 ára og ætlar aldrei að setjast í helgan stein

HönnunarMars | 4. maí 2023

Helga Björnsson fatahönnuður verður með tískusýningu í tengslum við HönnunarMars …
Helga Björnsson fatahönnuður verður með tískusýningu í tengslum við HönnunarMars ásamt Áslaugu Snorradóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fatahönnuðurinn Helga Björnsson hefur verið búsett í París til fjölda ára. Í tískuborginni miklu vann Helga í þrjá áratugi sem Haute Couture fatahönnuður hjá hátískuhúsinu Louis Féraud. Hinn leikræni og lifandi stíll Helgu vakti mikla athygli fyrir litskrúðugar og mynstraðar flíkur sem prýddu tískupalla Parísarborgar. Nú hannar hún fatnað, slæður og húsbúnað undir eigin nafni. Helga verður með tískugjörning og teiti á þakinu á Reykjavik Edition hótelinu á morgun. Viðburðurinn Helga Björnsson x Reykjavík Edition er unninn í samstarfi við Áslaugu Snorradóttur matarlistamann. 

Fatahönnuðurinn Helga Björnsson hefur verið búsett í París til fjölda ára. Í tískuborginni miklu vann Helga í þrjá áratugi sem Haute Couture fatahönnuður hjá hátískuhúsinu Louis Féraud. Hinn leikræni og lifandi stíll Helgu vakti mikla athygli fyrir litskrúðugar og mynstraðar flíkur sem prýddu tískupalla Parísarborgar. Nú hannar hún fatnað, slæður og húsbúnað undir eigin nafni. Helga verður með tískugjörning og teiti á þakinu á Reykjavik Edition hótelinu á morgun. Viðburðurinn Helga Björnsson x Reykjavík Edition er unninn í samstarfi við Áslaugu Snorradóttur matarlistamann. 

„Ég verð með sýnishorn úr ýmsu sem ég er að fást við þessa dagana en það mætti kalla þetta lifandi skissur eða  verk í vinnslu. Ný lína af fatnaði lítur dagsins ljós innan skamms en á sýningunni verð ég með kjóla, slæður, regnfatnað sem svo verða til sölu í gegnum vefsíðuna mína,“ segir Helga og bætir við:

„Ég er ekki föst við fatalinur þar sem ég hef gaman að fjölbreytileika. Ég legg sérstaka áherslu á mynstur í þetta sinn sem dreifa sér hingað og þangað. Þetta er eins og þegar ég er að teikna. Ég byrja kannski á flík, svo bæti ég litum og mynstrum við sem verða svo að einhverju öðru.“

Hér má sjá mynd af sýningu sem Helga var með …
Hér má sjá mynd af sýningu sem Helga var með í Safnahúsinu.

Hannaði Haute Couture línur tvisvar á ári

Helga á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en ömmubróðir hennar í móðurætt er Einar Jónsson listamaður. Helga segist hafa alist upp á listrænu og tón elskandi heimili foreldra sinna, Henriks Björnssonar sendiherra og eiginkonu hans Gígju. Helga bjó í Lundúnum sem ung stúlka en flutti svo til Parísar með foreldrum sínum á unglingsárum. Hún hóf feril sinn á sjöunda áratugnum í hátísku borginni París.

„Ég var ennþá í skóla í París að læra myndlist og búninga og tískuhönnun, þegar ég af tilviljun varð starfsnemi hjá Louis Féraud sem var þá. Ég  byrjaði að vinna kauplaust í hálft ár þar sem ég sat við borð og teiknaði allan daginn og fylgdist með öllu og lærði. Síðan smátt og smátt fékk ég að taka þátt í sýningum með mínum hugmyndum og svo með árunum tók ég fullan þátt i öllum sýningum. Við vorum mjög lengi í teymi þriggja sem unnum saman með Louis Féraud og fyrrverandi eiginkonu sem stjórnaði mestu. Síðar hættu hin í teyminu og ég varð eini hönnuðurinn fyrir hátískusýningarnar. Þess á milli teiknaði ég í millitíðinni prét-a-porter línur og aukahluti. Mesti spenningurinn var alltaf fyrir Haute Couture tískusýningum sem voru tvisvar á ári. Þetta var smá eins og leikhússýningar og gaf tækifæri til að koma með nýjar hugmyndir maður gat leyft sér allskonar skemmtileg heit.“

Hér má sjá fatnað og listaverk eftir Helgu Björnsson.
Hér má sjá fatnað og listaverk eftir Helgu Björnsson.

Parísarkonur kjósa einfaldan stíl

En hefur hún aldrei íhugað, eftir áratuga vinnu í tískuheiminum að setjast í helgan stein?

„Helgi steinninn! Nei ég veit ekki hvað það er. Ég held að ég myndi deyja ef ég væri komin í þann stein,“ segir hún hlæjandi.

„Svo lengi sem ég hef líkamlega og andlega heilsu, sem ég er þakklát fyrir, þá held ég áfram að skapa. Hugmyndir eru alltaf á sveimi, láta mig ekki í friði, og löngunin til að fara eitthvað með það skiptir miklu máli.“

Lesendur Smartlands hafa sérlegan áhuga á klæðaburði franskra kvenna. Þegar Helga er spurð um það hvað íslenskar konur geta gert til þess að gera fatastíllinn meira Parísarlegan nefnir hún einfaldleikann. 

„Ég myndi segja, einfaldur klæðnaður með persónulegu ívafi. Eitthvað eitt litríkt, klútur, skór, taska, jakki, varalitur eða höfuðfat. Hugið að því hvað klæðir ykkar líkama best. Að hafa grunninn einfaldan, að finna sinn persónulega stíl sem getur verið bara einn litur. En auðvitað er gaman að vera litríkur ef þannig liggur á manni. Franskt kvenfólk er oft bara í gallabuxum en er þá í sniðinu sem er í tísku þann daginn, einföld föt en með einhvern aukahlut sem gerir „outfittið“ æðislegt.“

Litaglaðar í samstarfi

Helga vinnur viðburðinn á Reykjavík Edition ásamt Áslaugu Snorradóttur, veislu og matarhönnuði. Það neistaði allt þegar þær hittust í fyrsta skipti enda báðar hrifnar af litum og skemmtilegri hönnun. 

„Það vöknuðu hjá okkur báðum alls kyns hugmyndir. Áslaug er alveg einstök. Hún veitir svo mikinn innblástur og er svo skapandi listamaður. Við förum alltaf á flug saman í hugmyndum. Við þekktumst ekkert áður en þegar við hittumst fór eitthvað skemmtilegt í gang sem heldur áfram að gefa.“

Helga segist hafa unun af því að vinna með öðru fólki.

„Ég hef mínar hugmyndir en svo lifna þær við eða kannski breytast. Það er gaman að kasta hugmyndum á milli og þá taka þær á sig allskonar myndir. „Team work“ er svo mikilvægt, þá gerast hlutirnir. Ég er einmitt búin að vinna að þessum viðburði á HönnunarMars með frábærum konum og er þeim  afar þakklát líkt og fólkinu hjá The Reykjavik Edition fyrir að taka þátt í þessum viðburði og veita mér tækifæri til að halda hann á þessum gífurlega fallega stað, á þakinu með útsýni yfir fjöllin og hafið,“ segir Helga. 

Áslaug Snorradóttir matarlistarmaður.
Áslaug Snorradóttir matarlistarmaður.
mbl.is