Fjölmenni á opnunarhátíð HönnunarMars

Hverjir voru hvar | 4. maí 2023

Fjölmenni á opnunarhátíð HönnunarMars

Hönnunarhátíðin HönnunarMars var opnuð með formlegum hætti í Hörpu í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra opnaði hátíðina ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. 

Fjölmenni á opnunarhátíð HönnunarMars

Hverjir voru hvar | 4. maí 2023

Halla Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Erla Dögg Ingjaldsdóttir, …
Halla Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Erla Dögg Ingjaldsdóttir, Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir. Ljósmynd/Samsett

Hönnunarhátíðin HönnunarMars var opnuð með formlegum hætti í Hörpu í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra opnaði hátíðina ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. 

Hönnunarhátíðin HönnunarMars var opnuð með formlegum hætti í Hörpu í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra opnaði hátíðina ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. 

Vel var mætt á opnunarhátíðina sem nú er haldin í 15 sinn. Halldór Eldjárn kom fram ásamt því að sviðslistahópurinn Hringleikur lék listir sínar fyrir gesti í hönnun eftir Ýrúrarí.

Í kjölfarið opnuðu yfir 100 sýningar hátíðarinnar sem breiðir úr sér um alla borg með fjölbreyttum og forvitnilegum hætti. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Hvað nú? þar sem 100 sýningar, 400 þátttakendur og 100 viðburðir endurspegla það sem efst er á baugi á sviði hönnunar og arkitektúrs, veita innsýn inn í nýjar lausnir og hugmyndir og sýna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir samtímans til innblásturs fyrir þátttakendur og gesti.

Hátíðin stendur yfir dagana 3. - 7. maí og skapandi tilraunir, endurvinnsla, nýsköpun, endurnýting, verðmætasköpun og leikur eru rauður þráður í dagskránni þar sem ólíkar hönnunargreinar á borð við arkitektúr, grafíska hönnun, fatahönnun, vöruhönnun og stafræna hönnun varpa ljósi á þá miklu grósku sem á sér stað í hönnun hér á landi.

Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
mbl.is