Ósennilegt að bólusetning orsaki tíðavandamál

Kórónuveiran Covid-19 | 4. maí 2023

Ósennilegt að bólusetning orsaki tíðavandamál

Samkvæmt nýrri rannsókn eru konur ekki líklegri til að leita læknisaðstoðar vegna vandamála á tíðahring eftir bólusetningu gegn kórónuveirunni. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á málefninu til þessa. 

Ósennilegt að bólusetning orsaki tíðavandamál

Kórónuveiran Covid-19 | 4. maí 2023

Bólu­setn­ing gegn kór­ónu­veirunni eyk­ur ekki lík­urn­ar á því að kon­ur …
Bólu­setn­ing gegn kór­ónu­veirunni eyk­ur ekki lík­urn­ar á því að kon­ur leiti lækn­isaðstoðar vegna vanda­mála á tíðahring, að því er kem­ur fram í nýrri rann­sókn. AFP/Andre Pain

Samkvæmt nýrri rannsókn eru konur ekki líklegri til að leita læknisaðstoðar vegna vandamála á tíðahring eftir bólusetningu gegn kórónuveirunni. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á málefninu til þessa. 

Samkvæmt nýrri rannsókn eru konur ekki líklegri til að leita læknisaðstoðar vegna vandamála á tíðahring eftir bólusetningu gegn kórónuveirunni. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á málefninu til þessa. 

Frá því að bólusetningarherferðir hófust fyrir um það bil tveimur og hálfu ári hafa tilkynningar borist um tíðabreytingar í kjölfar bólusetninga með mRNA bóluefnum Pfizer/BioNTech og Moderna.

Þetta varð til þess að lyfjaeftirlit Evrópusambandsins mælti með því að miklar tíðir yrðu skráðar sem möguleg aukaverkun bóluefnanna. 

Að mati sérfræðinga hafa bólusetningarandstæðingar ýkt aukaverkanir bóluefnanna stórlega og dreift villandi upplýsingum um þá áhættu sem bólusetning hefur í för með sér.

Tekur mið af upplýsingum um tæpar þrjár milljónir kvenna

Rannsóknin, sem birt var í dag, er unnin út frá gögnum sænsku sjúkraskránni og tekur mið af upplýsingum um tæpar þrjár milljónir kvenna eða um 40 prósent af heildaríbúafjölda kvenna í landinu. 

Rannsökuð voru áhrif fyrsta, annars og þriðja skammts af bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca á tíðahring sænskra kvenna á aldrinum 12-74 ára á tímabilinu frá desember 2020 til febrúar 2022. 

Ekki skýr orsakatengsl

Niðurstaðan er sú að bólusetningar hafa lítil áhrif á tíðahring þeirra kvenna sem ekki eru komnar á breytingaskeið, að því er fram kemur í rannsókninni. 

Lítilsháttar aukningu á læknisheimsóknum vegna tíðavandamála mátti greina hjá þeim konum sem lokið höfðu breytingaskeiði. Þær leituðu oftar til læknis í kjölfar þriðja skammts af bóluefni Pfizer og Moderna.

Sambandið á milli þáttanna tveggja þótti „veikt og óstöðugt“, segir í rannsókninni.

Lokaályktun er sú að „niðurstöður rannsóknarinnar sýna ekki fram á skýr orsakatengsl“ á milli bólusetningar gegn kórónuveiru og vandamála á tíðahring.

mbl.is