Aflétta neyðarstigi vegna Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 5. maí 2023

Aflétta neyðarstigi vegna Covid-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur aflétt alþjóðlegu neyðarstigi vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta tilkynnti Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, á blaðamannafundi fyrir skömmu.

Aflétta neyðarstigi vegna Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 5. maí 2023

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO á blaðamannafundi.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO á blaðamannafundi. AFP/Fabrice Coffrini

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur aflétt alþjóðlegu neyðarstigi vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta tilkynnti Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, á blaðamannafundi fyrir skömmu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur aflétt alþjóðlegu neyðarstigi vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta tilkynnti Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, á blaðamannafundi fyrir skömmu.

Tedros kvaðst vongóður er hann ræddi við blaðamenn. Hann tók þó fram að talið væri að sjúkdómurinn hefði dregið að minnsta kosti 20 milljónir manna til dauða. Er það næstum þrefalt hærri tala en opinber gögn gefa til kynna.

Rúm þrjú ár eru liðin frá því að WHO lýsti yfir hæsta mögu­lega viðbúnaðarstigi á alþjóðavísu vegna Covid-19 heims­far­ald­urs­ins.

Þó svo að neyðarástandi hafi verið aflétt varaði Tedros við því að hættan af sjúkdómnum væri liðin hjá. Sagði hann ekki útilokað að neyðarástandi verði aftur lýst yfir ef miklar breytingar verða.

„Það versta sem gæti nú gerst er að ríkisstjórnir noti þessar fregnir sem afsökun til þess að slaka á kröfum, brjóta niður kerfi sem þau hafa byggt upp, eða sendi þau skilaboð til almennings í landinu að Covid-19 sé ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði hann við blaðamenn.

mbl.is