Ása er búin að missa 32 kg og er komin í undanúrslit

Heilsurækt | 5. maí 2023

Ása er búin að missa 32 kg og er komin í undanúrslit

Ása Ástardóttir er keppandi í þýsku útgáfunni af þáttunum Biggest Loser, Leben leicht Gemacht, sem fóru í loftið 5. febrúar síðastliðinn. Hún hefur vakið mikla athygli í þáttunum og er nú komin í 4-manna úrslit.

Ása er búin að missa 32 kg og er komin í undanúrslit

Heilsurækt | 5. maí 2023

Ása Ástardóttir er komin í undanúrslit í þýsku Biggest Loser …
Ása Ástardóttir er komin í undanúrslit í þýsku Biggest Loser þáttunum.

Ása Ástardóttir er keppandi í þýsku útgáfunni af þáttunum Biggest Loser, Leben leicht Gemacht, sem fóru í loftið 5. febrúar síðastliðinn. Hún hefur vakið mikla athygli í þáttunum og er nú komin í 4-manna úrslit.

Ása Ástardóttir er keppandi í þýsku útgáfunni af þáttunum Biggest Loser, Leben leicht Gemacht, sem fóru í loftið 5. febrúar síðastliðinn. Hún hefur vakið mikla athygli í þáttunum og er nú komin í 4-manna úrslit.

Ása, sem er elsti þátttakandinn í ár, hefur náð frábærum árangri, en hún var 117,8 kg í byrjun þáttanna. Nú hefur hún misst 32,6 kg sem eru 26,67% af upphafsþyngd hennar. 

Hún var önnur til að komast í undanúrslit á eftir Daniel sem missti flest kíló í síðasta þætti að því er fram kemur á vef Express. Ása er nú 85,2 kg.

Ákvað að gera umfangsmiklar breytingar

Síðastliðin 15 ár hefur Ása verið búsett í Köln í Þýskalandi. Hún ákvað að gera umfangsmiklar breytingar á lífi sínu og skráði sig til leiks í Biggest Loser. Hún lýsti ferlinu í viðtali við mbl.is í mars síðastliðnum þar sem hún sagðist hafa sent inn umsókn í tölvupósti með upplýsingum um sig og myndum.

Hún var svo valin úr 10 þúsund manna hópi sem sótti um, en þættirnir voru teknir upp í Grikklandi síðasta sumar. 

mbl.is