Verðlaunahús selt á 220.900.000 kr.

Heimili | 5. maí 2023

Verðlaunahús selt á 220.900.000 kr.

Árið 2017 fékk einbýlishús við Dimmuhvarf 15 verðlaun fyrir hönnun sína. Húsið er hannað af Reyni Adamssyni hjá Adamsson ehf. arkitektastofu. Húsið er einstaklega glæsilegt. Það er 337 fm að stærð og var byggt 2008. 

Verðlaunahús selt á 220.900.000 kr.

Heimili | 5. maí 2023

Dimmuhvarf 15 var byggt 2008 og fékk verðlaun 2017.
Dimmuhvarf 15 var byggt 2008 og fékk verðlaun 2017. Ljósmynd/Samsett

Árið 2017 fékk einbýlishús við Dimmuhvarf 15 verðlaun fyrir hönnun sína. Húsið er hannað af Reyni Adamssyni hjá Adamsson ehf. arkitektastofu. Húsið er einstaklega glæsilegt. Það er 337 fm að stærð og var byggt 2008. 

Árið 2017 fékk einbýlishús við Dimmuhvarf 15 verðlaun fyrir hönnun sína. Húsið er hannað af Reyni Adamssyni hjá Adamsson ehf. arkitektastofu. Húsið er einstaklega glæsilegt. Það er 337 fm að stærð og var byggt 2008. 

Eigendur hússins, Ævar Rafn Björnsson lögmaður og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir forstöðumaður hjá Arion banka, settu húsið á sölu í fyrra. Ásett verð var 238 milljónir.

Nú hefur húsið verið selt á 220.900.000 kr. og voru það hjónin Björk Baldvinsdóttir og Kristján Eldjárn Magnússon sem festu kaup á því. Það mun væntanlega fara vel um hjónin í húsinu enda eitt af fegurstu húsum bæjarfélagsins. 

mbl.is