„Athöfnin var virðuleg“

„Athöfnin var virðuleg“

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú sóttu krýningu Karls III. Bretakonungs og Kamillu drottningar í Westminster Abbey í Lundúnum í dag. Forsetinn segir athöfnina hafa verið virðulega.

„Athöfnin var virðuleg“

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. maí 2023

Eliza og Guðni eru stödd í Lund­únum.
Eliza og Guðni eru stödd í Lund­únum. Ljósmynd/Facebook

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú sóttu krýningu Karls III. Bretakonungs og Kamillu drottningar í Westminster Abbey í Lundúnum í dag. Forsetinn segir athöfnina hafa verið virðulega.

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú sóttu krýningu Karls III. Bretakonungs og Kamillu drottningar í Westminster Abbey í Lundúnum í dag. Forsetinn segir athöfnina hafa verið virðulega.

„Athöfnin var virðuleg og merk á alla lund, tónlist, söngur og messugjörð, að ekki sé minnst á krýninguna sjálfa. Sinn er siður í landi hverju,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu sína.

„Ég færi Karli og Kamillu heillaóskir, og íbúum Stóra-Bretlands og Samveldisins sömuleiðis,“ skrifar forsetinn enn fremur.

mbl.is