„Gegndarlaus útgjaldaaukning“ kyndir undir bálið

Vextir á Íslandi | 7. maí 2023

„Gegndarlaus útgjaldaaukning“ kyndir undir bálið

Stjórnleysi einkennir ríkisstjórnina, sem er að slá öll met í útgjöldum á sama tíma og verðbólgan er að fara úr böndunum.

„Gegndarlaus útgjaldaaukning“ kyndir undir bálið

Vextir á Íslandi | 7. maí 2023

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Óttar

Stjórnleysi einkennir ríkisstjórnina, sem er að slá öll met í útgjöldum á sama tíma og verðbólgan er að fara úr böndunum.

Stjórnleysi einkennir ríkisstjórnina, sem er að slá öll met í útgjöldum á sama tíma og verðbólgan er að fara úr böndunum.

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, í Silfrinu í morgun.

Engin trú 

Hann sagði „stríðsverðbólguna” vera úr sögunni en að „gegndarlaus útjaldaaukning” kyndi undir bál verðbólgunnar. Sagði hann fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera enn svartsýnni á eigin getu en þær fyrri. Það geri það að verkum að samfélagið fái þau skilaboð að ríkisstjórnin hafi enga trú á að hún muni ná tökum á ástandinu í sinni tíð. „Þetta hefur raunveruleg áhrif á verðbólguna,” sagði hann.

Ágúst Bjarni Garðarsson.
Ágúst Bjarni Garðarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vill skattleggja hagnaðinn

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, minntist á methagnað hjá bönkunum og sagði eðlilegt að stjórnmálamenn velti fyrir sér hvort skattleggja þurfi ekki hagnaðinn með einhverjum hætti og tók Viðar Eggertsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, undir með honum.

Diljá Mist Einarsdóttir.
Diljá Mist Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki viss um að arðsemi íslensku bankanna væri í hróplegu ósamræmi við arðsemi bankanna í nágrannalöndum okkar. Hvatti hún þó bankana til að sýna samfélagslega ábyrgð. Viðar sagði slíka hvatningu ráðamanna aftur á móti engum árangri hafa skilað.

Sigmundur Davíð sagði það ekki í eðli banka að sýna samfélagslega ábyrgð og benti jafnframt á að ríkisstjórnin hefði sjálf ekki sýnt samfélagslega ábyrgð með útgjaldaaukningu sinni.  

Viðar Eggertsson.
Viðar Eggertsson. mbl.is/Ásdís

Viðar nefndi að Íslendingar búi í „dverghagkerfi” og að ekki mætti tala um fílinn í stofunni. Hér ríki fákeppnissamfélag í bankarekstri og enginn erlendur banki vilji koma hingað inn „með þessa örmynt sem við erum með”. Átti hann þar við íslensku krónuna.

mbl.is