Gólfteppið fyrir tilviljun í úkraínsku fánalitunum

Gólfteppið fyrir tilviljun í úkraínsku fánalitunum

Það vakti athygli margra sem fylgdust með krýningu Karls III. Bretakonungs í gær að gólfteppið í Westminster Abbey var í úkraínsku fánalitunum.

Gólfteppið fyrir tilviljun í úkraínsku fánalitunum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 7. maí 2023

Gólfteppið í Westminster Abbey var fyrir tilviljun í úkraínska fánalitunum.
Gólfteppið í Westminster Abbey var fyrir tilviljun í úkraínska fánalitunum. AFP

Það vakti athygli margra sem fylgdust með krýningu Karls III. Bretakonungs í gær að gólfteppið í Westminster Abbey var í úkraínsku fánalitunum.

Það vakti athygli margra sem fylgdust með krýningu Karls III. Bretakonungs í gær að gólfteppið í Westminster Abbey var í úkraínsku fánalitunum.

Í myndum frá krýningarathöfninni sést að teppin í konunglegu kirkjunni voru blá og gul í stíl við liti úkraínska fánans. Margir veltu vöngum yfir því hvort teppið hafi viljandi orðið fyrir valinu í ljósi stríðsins í Úkraínu.

Katrín, prinsessa af Wales, klæddist einnig kóngabláu við móttökuathöfn á föstudaginn. Hér fyrir neðan má sjá hana ásamt Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, og Olenu Selensku, forsetafrú Úkraínu. 

Við athöfnina í gær klæddist Biden sömuleiðis bláum kjól. 

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, og Finnegan Biden, barnabarn hennar á …
Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, og Finnegan Biden, barnabarn hennar á krýningarathöfn Karls III. Bretakonungs. AFP

Talsmaður Buckingham-hallar sagði við breska fjölmiðilinn The Telegraph að það hafi aðeins verið skemmtileg tilviljun að gólfteppið hafi verið í fánalitum Úkraínu. Sama teppið var notað við krýningarathöfn Elísabetar II. Bretlandsdrottningar, móður Karls.

Margir gerðu samt ráð fyrir því að þetta hefði allt verið með ráðum gert, þar á meðal Ham­ish de Brett­on-Gor­don, fyrr­ver­andi yf­ir­maður efna­vopna­deild­ar breska hers­ins.

mbl.is