Sigmar missti bílprófið

Hverjir voru hvar | 7. maí 2023

Sigmar missti bílprófið

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er ekki með bílpróf lengur eftir að hann var tekinn af lögreglunni fyrir ölvun við akstur. Sigmar, eða Simmi Vill eins og hann er kallaður, er framkvæmdastjóri Munnbitans.

Sigmar missti bílprófið

Hverjir voru hvar | 7. maí 2023

Sigmar Vilhjálmsson er ekki með bílpróf í augnablikinu.
Sigmar Vilhjálmsson er ekki með bílpróf í augnablikinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er ekki með bílpróf lengur eftir að hann var tekinn af lögreglunni fyrir ölvun við akstur. Sigmar, eða Simmi Vill eins og hann er kallaður, er framkvæmdastjóri Munnbitans.

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er ekki með bílpróf lengur eftir að hann var tekinn af lögreglunni fyrir ölvun við akstur. Sigmar, eða Simmi Vill eins og hann er kallaður, er framkvæmdastjóri Munnbitans.

Hann greindi frá því á Twitter að hann ætlaði að taka upp bíllausan lífsstíl. Fólk sem þekkir Simma veit að það er mikið út úr karakter þar sem hann hefur alltaf lagt upp úr því að vera vel akandi. 

„Maður fer nú ekk­ert í gegn­um sum­ar án þess að nota bíl ein­hvern tím­ann. Maður á nú þrjú börn. En ég mun hjóla í og úr vinn­unni,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is en Simmi býr í Mos­fells­bæ og vinn­ur í Skútu­vogi.

Nú liggur fyrir að Simmi mun væntanlega fara alveg bíllaus í gegnum sumarið þar sem hann fær bílprófið ekki aftur fyrr en í ágúst. 

Hann sagði frá því í útvarpsþætti á Bylgjunni að hann hefði misst prófið. 

Smartland óskar Simma góðs gengis og er viss um að hann komi mun sterkari út úr þessari lífsreynslu! Svo er miklu betra fyrir hjarta- og æðakerfi að ferðast um á hjóli. 

mbl.is