Bauð helstu tískuskvísum landins í morgunbolla

Hverjir voru hvar | 8. maí 2023

Bauð helstu tískuskvísum landins í morgunbolla

Elísabet Gunnarsdóttir, bloggari og stofnandi Trendnet.is, er komin með sína eigin skólínu. Hún gerði línuna í samstarfi við skófyrirtækið JoDis sem er rekið af Íslendingum. Nokkrar þekktar íslenskar tískuskvísur hafa lagt merkinu lið þar á meðal Andrea Röfn Jónasdóttir, plötusnúðurinn Dóra Júlía og söngkonan GDRN.  

Bauð helstu tískuskvísum landins í morgunbolla

Hverjir voru hvar | 8. maí 2023

Elísabet Gunnarsdóttir, bloggari og stofnandi Trendnet.is, er komin með sína eigin skólínu. Hún gerði línuna í samstarfi við skófyrirtækið JoDis sem er rekið af Íslendingum. Nokkrar þekktar íslenskar tískuskvísur hafa lagt merkinu lið þar á meðal Andrea Röfn Jónasdóttir, plötusnúðurinn Dóra Júlía og söngkonan GDRN.  

Elísabet Gunnarsdóttir, bloggari og stofnandi Trendnet.is, er komin með sína eigin skólínu. Hún gerði línuna í samstarfi við skófyrirtækið JoDis sem er rekið af Íslendingum. Nokkrar þekktar íslenskar tískuskvísur hafa lagt merkinu lið þar á meðal Andrea Röfn Jónasdóttir, plötusnúðurinn Dóra Júlía og söngkonan GDRN.  

„Mín lína samanstendur af fjórum stílum en mörgum litum í hverjum þeirra. Hún ber yfirskriftina „Basic er best“ fyrir þær sakir að ég er alls ekki að finna upp hjólið heldur einungis að bjóða upp á stílhreina skó, mjúka og í góðu leðri, made in Portugal, sem ég held að bæði amma mín og amma þín viljið klæðast en líka mestu tískuskvísur landsins. Þó þeir séu einfaldir þá má stíla þá upp og niður og það sannaði ég sjálf í myndum sem við Helgi Ómars unnum saman fyrir frumsýningu,“ segir Elísabet sem klæðist alltaf fínu og hversdags í bland.

Í tilefni af nýju skólínunni bauð Elísabet í teiti í blómaversluninn 4 árstíðir. 

„Ég er búin að vera svo spennt að finna tækifæri til þess að halda viðburð í þessu rými þar sem allt er í blóma, hátt til lofts með eins konar New York hittir París andrúmslofti. Vísa ég þar í stóru gluggana og grófa umhverfisins sem verður svo rómantískt með allt blómahafið og andrúmsloftið er einstakt. Skónum dreifði ég á víð og dreif um búðina og svo mættu „powerbabes“ landsins í morgunbolla,“ segir Elísabet. Hún bauð upp á Sjöstrand kaffi en hún og eiginmaður hennar flytja kaffið og kaffivélarnar inn hérlendis. 

mbl.is