Erfiðast að þurfa að fara burt frá kornungum börnum sínum

Dagmál | 8. maí 2023

Erfiðast að þurfa að fara burt frá kornungum börnum sínum

„Konan mín, hún Birna Björk, var ólétt að syni okkar og hún var komin það langt á leið að hún mátti ekki ferðast með mér til Frakklands,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Erfiðast að þurfa að fara burt frá kornungum börnum sínum

Dagmál | 8. maí 2023

„Konan mín, hún Birna Björk, var ólétt að syni okkar og hún var komin það langt á leið að hún mátti ekki ferðast með mér til Frakklands,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

„Konan mín, hún Birna Björk, var ólétt að syni okkar og hún var komin það langt á leið að hún mátti ekki ferðast með mér til Frakklands,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Logi, sem er 41 árs gamall, gekk til liðs við Saint-Étienne í Frakklandi árið 2009 eftir að hafa leikið með uppeldisfélagi sínu, Njarðvík, tímabilið 2008-09.

„Ég var einn úti í Frakklandi fyrstu mánuðina og þetta var í raun í fyrsta sinn á atvinnumannaferlinum sem ég var aleinn úti,“ sagði Logi.

„Hún eignaðist svo son okkar á meðan ég er úti og ég missti af fæðingunni. Ég fæ bara hringingu um að hún sé komin upp á spítala og ég bóka næsta flug heim.

Ég fæ svo frí í einn til tvo daga til þess að vera með þeim heima en þarf svo að fara aftur út. Þetta var erfiðasti tíminn í atvinnumennskunni, að þurfa að fara frá nýfæddum syni mínum og eins árs gamalli dóttur minni þarna á þessum tímapunkti,“ sagði Logi meðal annars.

Viðtalið við Loga í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is