Lúðvík stal senunni enn eina ferðina

Lúðvík stal senunni enn eina ferðina

Lúðvík prins, sonur Vilhjálms prins og Katrínar prinsessu af Wales, stal senunni enn eina ferðina þegar Karl III. Bretakonungur var krýndur við hátíðlega athöfn í Westminster Abbey hinn 6. maí síðastliðinn.

Lúðvík stal senunni enn eina ferðina

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. maí 2023

Lúðvík prins var fljótt orðinn þreyttur á krýningu afa síns, …
Lúðvík prins var fljótt orðinn þreyttur á krýningu afa síns, Karls III. Bretakonungs. Samsett mynd

Lúðvík prins, sonur Vilhjálms prins og Katrínar prinsessu af Wales, stal senunni enn eina ferðina þegar Karl III. Bretakonungur var krýndur við hátíðlega athöfn í Westminster Abbey hinn 6. maí síðastliðinn.

Lúðvík prins, sonur Vilhjálms prins og Katrínar prinsessu af Wales, stal senunni enn eina ferðina þegar Karl III. Bretakonungur var krýndur við hátíðlega athöfn í Westminster Abbey hinn 6. maí síðastliðinn.

Prinsinn sprengdi alla krúttskala síðastliðna helgi, en hann var fljótt orðin þreyttur á látunum í kringum krýningu afa síns og geispaði ítrekað.

„Lúðvík stelur senunni með geispum sínum. Ég elska þennan krakka!“ tísti einn áhorfandi á meðan annar tísti: „Lúðvík prins að geispa í gegnum allt saman er algjör stemning.“

Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem Lúðvík stelur senunni, en hann tók við hlutverki senuþjófs af systur sinni, Karlottu prinsessu, á síðasta ári.

Lúðvík var strax farinn að geispa þegar hann mætti í …
Lúðvík var strax farinn að geispa þegar hann mætti í Westminster Abbey. AFP
Geispin hættu ekki í krýningunni sjálfri, en hér situr hann …
Geispin hættu ekki í krýningunni sjálfri, en hér situr hann ásamt foreldrum sínum og systur. AFP
... og svo hélt hann áfram þegar hann var á …
... og svo hélt hann áfram þegar hann var á leiðinni heim frá Westminster Abbey. AFP
mbl.is