Met slegið og stærsta sumar sögunnar fram undan

Hverjir voru hvar | 8. maí 2023

Met slegið og stærsta sumar sögunnar fram undan

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir sumarið fram undan það stærsta í sögu félagins og áfangastaði félagsins aldrei verið fleiri.

Met slegið og stærsta sumar sögunnar fram undan

Hverjir voru hvar | 8. maí 2023

Bogi kveðst ekki aðeins ánægður með sætanýtingu heldur einnig stundvísi.
Bogi kveðst ekki aðeins ánægður með sætanýtingu heldur einnig stundvísi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir sumarið fram undan það stærsta í sögu félagins og áfangastaði félagsins aldrei verið fleiri.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir sumarið fram undan það stærsta í sögu félagins og áfangastaði félagsins aldrei verið fleiri.

Flugfélagið setti met í sætanýtingu í apríl en sætaframboð Icelandair í apríl jókst um 17% miðað við fyrra ár. Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 296 þúsund í apríl 2023, en á sama tíma í fyrra voru þeir 242 þúsund. 

Bogi segir mikið hafa fjölgað í starfsmannahópnum, en Icelandair verður með 54 áfangastaði í ár, fleiri en nokkurn tímann áður, en Bogi segir félagið einnig hafa aukið tíðni flugferða til vinsælustu áfangastaðanna, svo viðskiptavinir hafi úr fleiri möguleikum að velja.

Mikill sveigjanleiki

Hann kveðst ekki aðeins ánægður með sætanýtingu heldur einnig stundvísi í innanlands- og millilandaflugi, í tilkynningu frá flugfélaginu.

Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“

mbl.is