Rússar komast hjá banni með hjálp Færeyja

Rússland | 8. maí 2023

Rússar komast hjá banni með hjálp Færeyja

Ekkert lát er á veiðum rússneskra togara á úthafskarfa á Reykjaneshrygg sem íslensk stjórnvöld og Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafa reynt að friða. Gerist þetta þrátt fyrir að rússneskum togurum hefur verið meinað að sækja þjónustu í íslenskum höfnum. Nýta þeir Færeyjar sem bækistöð og fá óáreitt að sigla með afla sinn um íslenska lögsögu vegna ákvæða alþjóðalaga um siglingafrelsi.

Rússar komast hjá banni með hjálp Færeyja

Rússland | 8. maí 2023

Rússnenskir togarar í Þórshöfn í Færeyjum. Fjöldi rússneskra togara komast …
Rússnenskir togarar í Þórshöfn í Færeyjum. Fjöldi rússneskra togara komast hjá banni við veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg vegna þjónustu sem þeir fá í færeyskum höfnum. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert lát er á veiðum rússneskra togara á úthafskarfa á Reykjaneshrygg sem íslensk stjórnvöld og Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafa reynt að friða. Gerist þetta þrátt fyrir að rússneskum togurum hefur verið meinað að sækja þjónustu í íslenskum höfnum. Nýta þeir Færeyjar sem bækistöð og fá óáreitt að sigla með afla sinn um íslenska lögsögu vegna ákvæða alþjóðalaga um siglingafrelsi.

Ekkert lát er á veiðum rússneskra togara á úthafskarfa á Reykjaneshrygg sem íslensk stjórnvöld og Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafa reynt að friða. Gerist þetta þrátt fyrir að rússneskum togurum hefur verið meinað að sækja þjónustu í íslenskum höfnum. Nýta þeir Færeyjar sem bækistöð og fá óáreitt að sigla með afla sinn um íslenska lögsögu vegna ákvæða alþjóðalaga um siglingafrelsi.

Á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) árið 2020 náðu íslensk stjórnvöld að sannfæra aðildarríkin, nema Rússland, um bann við karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Hefur Rússland einhliða sett sér kvóta vegna veiðanna.

Það var síðan fyrst á ársfundi NEAFC í Lundúnum í nóvember á síðasta ári að aðildarríkin samþykktu bann við löndun, umskipun eða aðra þjónustu við skip sem stunda veiðar á karfa á Reykjaneshrygg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafði þegar í mars á síðasta ári, í kjölfar ólöglegu innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar, afturkallað undanþágu rússneskra togara til löndunar og umskipunar í íslenskum höfnum.

Að minnsta kosti sex togarar

Undanfarna daga hafa að minnsta kosti sex rússneskir togarar verið á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði á Reykjaneshrygg rétt utan íslenskrar efnahagslögsögu. Um er að ræða rússnesku skipin Vityaz, Nivenskoye, MYS Sheltinga, Rybak, Iosif Shmelkin og Valeriy Dzhaparidze.

Þessi skip hafa fengið fulla þjónustu í færeyskum höfnum þrátt fyrir að Danmörk hafi fyrir hönd Færeyja og Grænlands undirritað bann NEAFC.

Þessi skip sigla á miðin í gegnum íslenska lögsögu og aftur til Færeyja með afla. Slíkar ferðir eru með öllu í samræmi við alþjóðalög enda gerir alþjóðahafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna ráð fyrir að skip hafi heimild til að sigla í gegnum lögsögu erlendra ríkja til að komast leiðar sinnar.

Nálægt fjarskiptstrengjum

Sérstaka athygli vekur að togarinn, Vityaz, var í október síðastliðnum staðinn að því að toga yfir fjarskiptastrengi út af Svalbarða. Annar rússneskur togari sem hefur verið í Færeyjum undanfarið, Melkart 5, hefur togað yfir fjarskiptastrengi við Svalbarða.

Melkart 5 er grunaður um að hafa átt í hlut þegar tveir samskiptastrengir milli Svalbarða og Noregs urðu fyrir skemmdum. Togarinn, sem Murman Seafood gerir út, hefur átt viðkomu hér á landi og sótti meðal annars þjónustu hjá Slippnum Akureyri árið 2020.

mbl.is