Svona heldur Hannes sér unglegum

Dagmál | 8. maí 2023

Svona heldur Hannes sér unglegum

Hann drekkur mikið vatn. Sefur eins mikið og hann getur og vinnur eins mikið og honum er unnt með líkamanum. Þetta er hluti af því sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir til að viðhalda góðu útliti.

Svona heldur Hannes sér unglegum

Dagmál | 8. maí 2023

Hann drekkur mikið vatn. Sefur eins mikið og hann getur og vinnur eins mikið og honum er unnt með líkamanum. Þetta er hluti af því sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir til að viðhalda góðu útliti.

Hann drekkur mikið vatn. Sefur eins mikið og hann getur og vinnur eins mikið og honum er unnt með líkamanum. Þetta er hluti af því sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir til að viðhalda góðu útliti.

Hannes er gestur Dagmála í dag en hann varð sjötugur fyrr á árinu og í þessari viku verður haldin alþjóðleg ráðstefna í tilefni þeirra tímamóta sem hann stendur nú á. Ráðstefnan er haldin í Háskóla Íslands og þar mæta fjölmargir fyrirlesarar.

Hannes ræðir í þættinum um alla heima og geima. Hann fer yfir heilsufar sitt, ræðir sína erfiðustu andstæðinga í gegnum tíðina og margt af því sem því sem á daga hans hefur drifið.

Tveggja heima maður

Lýsing hans á Sjálfstæðismönnum, að þeir vilji græða á daginn og grilla á kvöldin, varð heimsfræg á Íslandi og til hennar er enn vitnað.

Af hverju líður mörgum vinstrimönnum hreinlega illa þegar Hannes ber á góma eða tjáir sig? Hann setur fram sína eigin kenningu hvað það varðar.

Í dag er hann tveggja heima maður og býr og starfar til jafns á Íslandi og í Brasilíu. Hannes er sáttur í dag og segir að síðustu fimm ár hafi jafnvel verið þau bestu í hans lífi. Hann vonast til að eiga góð tíu til fimmtán ár eftir.

Hér að ofan fylgir brot úr þættinum þar sem Hannes ræðir heilsuna og hvað hann gerir til að halda sér unglegum. Þátturinn í heild sinni er opinn fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is