Telur ríkidæmi Kristrúnar styrkja hana

Dagmál | 8. maí 2023

Telur ríkidæmi Kristrúnar styrkja hana

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir ótvíræðan kost fyrir formann Samfylkingarinnar að þekkja vel til fjármála. Hann segir að sú staðreynd að Kristrún Frostadóttir hafi selt kauprétt og hlutabréf fyrir hundruð milljóna króna gera hana sterkari stjórnmálamann. 

Telur ríkidæmi Kristrúnar styrkja hana

Dagmál | 8. maí 2023

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir ótvíræðan kost fyrir formann Samfylkingarinnar að þekkja vel til fjármála. Hann segir að sú staðreynd að Kristrún Frostadóttir hafi selt kauprétt og hlutabréf fyrir hundruð milljóna króna gera hana sterkari stjórnmálamann. 

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir ótvíræðan kost fyrir formann Samfylkingarinnar að þekkja vel til fjármála. Hann segir að sú staðreynd að Kristrún Frostadóttir hafi selt kauprétt og hlutabréf fyrir hundruð milljóna króna gera hana sterkari stjórnmálamann. 

Hannes geldur varhug við því að ofmetnast vegna skoðanakannana og segir betra að vinna kosningar en í skoðanakönnunum. Nefnir hann dæmi um Jóhönnu Sigurðardóttir í Þjóðvaka og Vilmund Gylfason í Bandalagi jafnaðarmanna en bæði þessi framboð fengu mun meira fylgi í skoðanakönnunum en kom svo upp úr kjörkössunum.

Hannes Hólmsteinn er gestur Dagmála í dag og fer um víðan völl og horfir yfir ferilinn. Rekur hvað miður fór og hverju hann er stoltur af.

Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is