50 til 100 skot eftir allar æfingar

Dagmál | 9. maí 2023

50 til 100 skot eftir allar æfingar

„Það er þungu fargi af mér létt líka því ég hef alltaf lagt á mig mikla aukavinnu sem ég vissi að ég yrði að gera ef ég ætlaði að halda mig í þessum gæðaflokki, verandi kominn yfir fertugt,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

50 til 100 skot eftir allar æfingar

Dagmál | 9. maí 2023

„Það er þungu fargi af mér létt líka því ég hef alltaf lagt á mig mikla aukavinnu sem ég vissi að ég yrði að gera ef ég ætlaði að halda mig í þessum gæðaflokki, verandi kominn yfir fertugt,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

„Það er þungu fargi af mér létt líka því ég hef alltaf lagt á mig mikla aukavinnu sem ég vissi að ég yrði að gera ef ég ætlaði að halda mig í þessum gæðaflokki, verandi kominn yfir fertugt,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Logi, sem er 41 árs gamall, lék sinn síðasta leik á ferlinum á dögunum þegar Njarðvík féll úr leik gegn Tindastóli í undanúrslitum Íslandsmótsins.

„Ég setti það sem reglu hjá mér, þegar að ég var ungur maður, að ég ætlaði að hitta úr 50 til 100 skotum áður en ég færi heim eftir hverja einustu æfingu,“ sagði Logi.

„Það var auðvelt í atvinnumennskunni en svo kem ég heim og þá er alltaf einhverjir yngri flokkar mættir eða leikir eftir hverja einustu æfingu þannig að það var meira stress.

Ég ætla að njóta þess að þurfa ekki að gera þetta núna eftir hverja einustu æfingu en það var oft þannig að ég var síðastur út úr húsinu og setti viðvörunarkerfið á þegar að ég fór loksins heim,“ sagði Logi meðal annars.

Viðtalið við Loga í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is