Best geymda leyndarmál Ítalíu

Ítalía | 9. maí 2023

Best geymda leyndarmál Ítalíu

Í Toskana-héraði á Ítalíu er að finna einstaka náttúrulaug, Terme di Siturnia, sem hefur stanslaust streymi af 37,5° C heitu vatni. Að mati margra er laugin eitt best geymda leyndarmál Ítalíu.

Best geymda leyndarmál Ítalíu

Ítalía | 9. maí 2023

Ljósmynd/Unsplash/Michael Baccin

Í Toskana-héraði á Ítalíu er að finna einstaka náttúrulaug, Terme di Siturnia, sem hefur stanslaust streymi af 37,5° C heitu vatni. Að mati margra er laugin eitt best geymda leyndarmál Ítalíu.

Í Toskana-héraði á Ítalíu er að finna einstaka náttúrulaug, Terme di Siturnia, sem hefur stanslaust streymi af 37,5° C heitu vatni. Að mati margra er laugin eitt best geymda leyndarmál Ítalíu.

Einstakt sjónarspil túrkís-bláa vatnsins sem rennur niður í laugar úr travertín-steini blasir við þegar ferðalangar heimsækja laugina. Það sem setur svo punktinn yfir i-ið er náttúrufegurð Toskana-sveitarinnar sem umlykur laugina.

Ljósmynd/Unsplash/Spencer Davis

Það er ókeypis að fara í laugina sem er opin allan sólahringinn og allan ársins hring. Hún er staðsett í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Saturnia í suðurhluta Toskana-héraðs.

Laugin er vinsæll áfangastaður ferðalanga sem fara keyrandi á milli Flórens og Rómar, en laugin er staðsett á milli borganna tveggja.

Ljósmynd/Unsplash/Spencer Davis
mbl.is