Íslenskt hótel meðal bestu hótela í heiminum

Gisting | 9. maí 2023

Íslenskt hótel meðal bestu hótela í heiminum

Á ári hverju veitir tímaritið Travel + Leisure viðurkenningar í ferðaþjónustunni, en nýverið gaf tímaritið út lista yfir 500 bestu hótel heims. Á listanum í ár má sjá íslenskt hótel sem margir kannast við, Hótel Rangá.

Íslenskt hótel meðal bestu hótela í heiminum

Gisting | 9. maí 2023

Hótel Rangá er eitt af 500 bestu hótelum í heimi.
Hótel Rangá er eitt af 500 bestu hótelum í heimi. Ljósmynd/Ingibjörg Friðriksdóttir

Á ári hverju veitir tímaritið Travel + Leisure viðurkenningar í ferðaþjónustunni, en nýverið gaf tímaritið út lista yfir 500 bestu hótel heims. Á listanum í ár má sjá íslenskt hótel sem margir kannast við, Hótel Rangá.

Á ári hverju veitir tímaritið Travel + Leisure viðurkenningar í ferðaþjónustunni, en nýverið gaf tímaritið út lista yfir 500 bestu hótel heims. Á listanum í ár má sjá íslenskt hótel sem margir kannast við, Hótel Rangá.

Travel + Leisure er eitt virtasta ferðatímarit heims, en vefur þess fær um 16 milljónir heimsókna í hverjum mánuði.

Viðurkenningin sem Hótel Rangá hlaut er veitt lúxus hótelum víðs vegar um heiminn þar sem þægindi og góð þjónusta eru í fyrirrúmi, en það eru lesendur tímaritsins sem kjósa um þá staði sem þeir hafa nýverið heimsótt.

Hótel Rangá er staðsett á bökkum Eystri-Rangár.
Hótel Rangá er staðsett á bökkum Eystri-Rangár. Ljósmynd/Stian Norum Herlofsen

Hvetjandi byrjun á sumrinu

„Það er sannarlega mikill heiður að hljóta þessi verðlaun,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár. 

„Gestrisni hefur ávallt verið í fyrsta sæti hjá okkur. Ég er þakklátur því góða fólki sem vinnur á Hótel Rangá, þau eru lykilpartur í að gestirnir okkar upplifi ánægjulega dvöl. Það er hvetjandi að hefja sumarið á svona góðri viðurkenningu,“ bætir hann við. 

Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár.
Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár.
mbl.is