Siggi stormur selur íbúðina á Völlunum

Heimili | 9. maí 2023

Siggi stormur selur íbúðina á Völlunum

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, hefur sett íbúð sína við Eskivelli í Hafnarfirði á sölu. 

Siggi stormur selur íbúðina á Völlunum

Heimili | 9. maí 2023

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, hefur sett …
Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, hefur sett íbúð sína í Hafnarfirði á sölu. Ljósmynd/Friðrik Tryggvason

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, hefur sett íbúð sína við Eskivelli í Hafnarfirði á sölu. 

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, hefur sett íbúð sína við Eskivelli í Hafnarfirði á sölu. 

Eignin sem um ræðir er 115 fm að stærð og er staðsett í snyrtilegu fjölbýlishúsi með lyftu sem reist var árið 2005. Gott aðgengi er í íbúð og sameign sem voru hönnuð með tilliti til hjólastólaaðgengis.

Íbúðin er í senn rúmgóð og björt með stórum gluggum. Hún státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu.

Íbúðin hefur verið snyrtilega innréttuð. Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með stórum gluggum, en þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir til vesturs. Í eldhúsi er U-laga innrétting og notalegur borðkrókur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Eskivellir 5

mbl.is