Sýndi soninn á samfélagsmiðlum

Kardashian | 9. maí 2023

Sýndi soninn á samfélagsmiðlum

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi mynd af níu mánaða gömlum syni hennar og Tristan Thompson, Tatum Robert, með fylgjendum sínum á Instagram.

Sýndi soninn á samfélagsmiðlum

Kardashian | 9. maí 2023

Khloé Kardashian ásamt börnum sínum.
Khloé Kardashian ásamt börnum sínum. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi mynd af níu mánaða gömlum syni hennar og Tristan Thompson, Tatum Robert, með fylgjendum sínum á Instagram.

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi mynd af níu mánaða gömlum syni hennar og Tristan Thompson, Tatum Robert, með fylgjendum sínum á Instagram.

Myndin, sem Kardashian tók, sýnir soninn með rauðan skökkviliðshatt, þar sem hann situr í fangi móður sinnar og við hlið stóru systur sinnar, True Thompson, sem er fimm ára gömul.

Kardashian og Thompson hafa haldið syni sínum fjarri sviðsljósinu hingað til, en þau opinberuðu loksins nafn sonarins fyrr í mánuðinum. 

Myndin var tekin í afmælisveislu fyrir yngsta son Kim Kardashian og Kanye West, Psalm West, sem verður fjögurra ára hinn 9. maí. 

mbl.is