Biðja Harry afsökunar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. maí 2023

Biðja Harry afsökunar

Útgefendur breska blaðsins Mirror (MGN) hafa beðið Harry Bretaprins afsökunar á ólögmætri upplýsingasöfnun úr síma hans. Réttarhöld vegna meints brots hófust í dag. Búist er við að prinsinn stígi fram og beri vitni í júní. 

Biðja Harry afsökunar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. maí 2023

Harry Bretaprins stendur í málsókn gegn Mirror Group Newspaper.
Harry Bretaprins stendur í málsókn gegn Mirror Group Newspaper. AFP

Útgefendur breska blaðsins Mirror (MGN) hafa beðið Harry Bretaprins afsökunar á ólögmætri upplýsingasöfnun úr síma hans. Réttarhöld vegna meints brots hófust í dag. Búist er við að prinsinn stígi fram og beri vitni í júní. 

Útgefendur breska blaðsins Mirror (MGN) hafa beðið Harry Bretaprins afsökunar á ólögmætri upplýsingasöfnun úr síma hans. Réttarhöld vegna meints brots hófust í dag. Búist er við að prinsinn stígi fram og beri vitni í júní. 

Harry Bretaprins er bara einn af mörgum þekktum einstaklingum sem lögðu fram kæru gegn MGN fyrir meint brot á persónuvernd. Lögfræðingar hans halda því fram að stjórnendur fyrirtækisins hafi vel vitað af þessu en kosið að bregðast ekki við. 

„Við biðjumst umsvifalaust afsökunar,“ segir í skriflegri yfirlýsingu frá útgáfufélaginu MGN en félagið gefur einnig út Sunday Mirror og Sunday People. 

Málið teygir sig aftur 

Málið sem um ræðir teygir sig meira en tvo áratugi aftur í tímann, þegar blaðamenn og uppljóstrarar hleruðu talhólf til þess að komast yfir upplýsingar um konungsfjölskylduna, stjórnmálamenn, íþróttamenn og aðra fræga einstaklinga. 

Einkaspæjara var til að mynda skipað af blaðamanni MGN að safna upplýsingum um Harry og meint kvennafar hans á Chinawhite-næturklúbbnum, kvöld eitt í febrúar árið 2004. 

Ekki í fyrsta sinn

Harry Bretaprins hefur áður stefnt útgefendum Daily Mail og The Sun vegna símahlerana. Árið 2011 var Clive Goodman, blaðamaður News of the World, fundinn sekur um að hafa hlustað á símaskilaboð frægra einstaklinga og þar á meðal Harrys. Útgáfu blaðsins var hætt sama ár. 

Málsókn Harry snýst um 148 blaðagreinar sem birtust á árunum 1996-2010.

mbl.is