Féll niður bratta brekku við Hvítserk

Ferðamenn á Íslandi | 10. maí 2023

Féll niður bratta brekku við Hvítserk

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði voru kallaðar út í kvöld vegna ferðamanns sem féll niður bratta brekku við Hvítserk, milli Hvammstanga og Blönduóss.

Féll niður bratta brekku við Hvítserk

Ferðamenn á Íslandi | 10. maí 2023

Hvítserkur. Þangað leggja margir ferðamenn leið sína.
Hvítserkur. Þangað leggja margir ferðamenn leið sína. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði voru kallaðar út í kvöld vegna ferðamanns sem féll niður bratta brekku við Hvítserk, milli Hvammstanga og Blönduóss.

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði voru kallaðar út í kvöld vegna ferðamanns sem féll niður bratta brekku við Hvítserk, milli Hvammstanga og Blönduóss.

Ferðamaðurinn hafði ætlað sér að ganga frá útsýnispalli þar sem útsýni er gott á Hvítserk, niður bratta og torfæra brekku niður í fjöruna, þegar hann hrasaði og féll nokkra leið niður í fjöruna, að því er fram kemur í tilkynningu.

Við fallið slasaðist hann nokkuð, en var með meðvitund þegar björgunarfólk kom á vettvang.

Maðurinn var fluttur á börum að sjúkrabíl.
Maðurinn var fluttur á börum að sjúkrabíl. Ljósmynd/Landsbjörg

Fluttur til Reykjavíkur

Ljóst var að talsverð vinna yrði að koma sjúkrabörum með manninn upp sömu leið. Var því tekin ákvörðun um að flytja hann eftir fjörunni, en björgunarsveitarbíll þræddi leið áleiðis að slysstað.

Vel gekk að koma honum í börur og flytja í björgunarsveitarbílinn, sem svo áfram flutti hann í sjúkrabíl sem beið uppi á vegi.

Í kjölfarið á að flytja manninn suður til Reykjavíkur til aðhlynningar.

Aðgerðum á slysstað var lokið um klukkan 19.30 í kvöld.

mbl.is