Fórnaði launagreiðslum fyrir íslenska landsliðið

Dagmál | 10. maí 2023

Fórnaði launagreiðslum fyrir íslenska landsliðið

„Það var aldrei þannig að við fengjum eitthvað borgað fyrir landsleikina og við gerðum þetta fyrst og fremst fyrir stoltið,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Fórnaði launagreiðslum fyrir íslenska landsliðið

Dagmál | 10. maí 2023

„Það var aldrei þannig að við fengjum eitthvað borgað fyrir landsleikina og við gerðum þetta fyrst og fremst fyrir stoltið,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

„Það var aldrei þannig að við fengjum eitthvað borgað fyrir landsleikina og við gerðum þetta fyrst og fremst fyrir stoltið,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Logi, sem er 41 árs gamall, er fjórði leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 147 A-landsleiki en hann fór á tvö stórmót með Íslandi, Evrópumótið 2015 í Þýskalandi og Evrópumótið 2017 í Finnlandi.

„Mín kynslóð, sem byrjar þetta, þurfti að fórna helling og við sem dæmi þurftum að fórna heilu dögunum í vinnu fyrir landsleiki oft og tíðum,“ sagði Logi.

„Ég missti af launagreiðslum frá mínum félagsliðum því þau vildu ekki greiða mér fyrr en að ég væri mættur út til þeirra.

Ég þurfti kannski að taka eitt verkefni með A-landsliðinu og þá fékk ég ekki fyrsta mánuðinn borgaðan,“ sagði Logi meðal annars.

Viðtalið við Loga í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is