Gifti sig í glæsivillu á Ítalíu

Ítalía | 10. maí 2023

Gifti sig í glæsivillu á Ítalíu

Ástralska poppstjarnan Sia gifti sig síðastliðinn mánudag í innilegri athöfn í Portofino á Ítalíu. Athöfnin var haldin á heimili Stefano Gabbana og Domenico Dolce í þessum fallega sjávarbæ. 

Gifti sig í glæsivillu á Ítalíu

Ítalía | 10. maí 2023

Domenico Gabbana og Stefano Dolce eiga fallegt hús í Portofino.
Domenico Gabbana og Stefano Dolce eiga fallegt hús í Portofino. Samsett mynd

Ástralska poppstjarnan Sia gifti sig síðastliðinn mánudag í innilegri athöfn í Portofino á Ítalíu. Athöfnin var haldin á heimili Stefano Gabbana og Domenico Dolce í þessum fallega sjávarbæ. 

Ástralska poppstjarnan Sia gifti sig síðastliðinn mánudag í innilegri athöfn í Portofino á Ítalíu. Athöfnin var haldin á heimili Stefano Gabbana og Domenico Dolce í þessum fallega sjávarbæ. 

Hönnuðirnir sem sjálfir skildu árið 2003 eftir margra ára opið samband hafa haldist góðir vinir og reka ítalska tískuhúsið D&G ásamt því að deila nokkrum fallegum eignum, þar á meðal þeirri sem Sia giftist Dan Bernard í, í upphafi vikunnar samkvæmt frétt People.com

Húsið endurspeglar D&G

Glæsivillan er á alveg einstaklega fallegum stað. Eina leiðin til þess að nálgast hana er með því að ferðast með þyrlu eða bát. Húsið stendur uppi við háa sjávarkletta og er útsýnið hreint út sagt ómótstæðilegt. Húsið er umkringt miklum gróðri, trjám og litríkum blómum og því upplagt fyrir fallegt vorbrúðkaup. 

Hönnunarsmekkur félaganna endurspeglast í öllum rýmum hússins eins og sést í grein Vogue frá árinu 2016. Heimilið er bjart, djarft og bara fullkomlega Dolce & Gabbana. Þeir eru þekktir fyrir að leika með liti og mynstur í hönnun sinni og elska gull og sýna það svo sannarlega á þessu sameiginlega heimili sínu í Portofino. 

mbl.is