Handtekinn í Rússlandi

Rússland | 10. maí 2023

Handtekinn í Rússlandi

Norðmaður hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald í Rússlandi eftir að rússneskir landamæraverðir handtóku hann í Petsjenga, skammt frá þorpinu Boris Gleb og rússnesku borginni Murmansk, og einnig skammt frá norsku landamærunum, í apríl.

Handtekinn í Rússlandi

Rússland | 10. maí 2023

Þorpið Boris Gleb í Petsjenga í Rússlandi, ekki langt frá …
Þorpið Boris Gleb í Petsjenga í Rússlandi, ekki langt frá Murmansk. Íbúar í Boris Gleb samkvæmt síðasta veftæka manntali, árið 2010, voru 21. Ljósmynd/Wikipedia.org/Вячеслав Лобанов

Norðmaður hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald í Rússlandi eftir að rússneskir landamæraverðir handtóku hann í Petsjenga, skammt frá þorpinu Boris Gleb og rússnesku borginni Murmansk, og einnig skammt frá norsku landamærunum, í apríl.

Norðmaður hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald í Rússlandi eftir að rússneskir landamæraverðir handtóku hann í Petsjenga, skammt frá þorpinu Boris Gleb og rússnesku borginni Murmansk, og einnig skammt frá norsku landamærunum, í apríl.

Frá þessu greindu rússnesku vefsíðurnar Severpost og B-port fyrstar og nú í kjölfarið norskir fjölmiðlar. Lögreglan í Finnmark, nyrsta fylki Noregs, gaf í kjölfarið út fréttatilkynningu og tilkynnti að henni hefði 25. apríl borist tilkynning um að norskur ríkisborgari hefði verið handtekinn Rússlandsmegin.

Kannast norska utanríkisráðuneytið, að sögn dagblaðsins VG, við að vita af málinu en ber fyrir sig þagnarskyldu um öll tíðindi af Norðmanninum.

Málið rannsakað á báða bóga

Rússnesku vefsíðurnar tvær greina frá því að íbúi í Petsjenga hafi gefið landamæravörslu ábendingu um þann norska sem dómstóll þar úrskurðaði í framhaldinu í 30 daga gæsluvarðhald fyrir ólöglega för yfir landamærin. Þetta staðfestir nafnlaus heimildarmaður úr starfsliði dómstólsins við VG.

Sá vill ekkert um það segja hvort sakir mannsins séu taldar meiri en þær að fara yfir landamærin í heimildarleysi.

Eve Kr. Remmen, ákæruvaldsfulltrúi lögreglunnar í Finnmark, staðfestir við VG að lögreglan rannsaki nú atburðarásina fram að handtöku þess fangelsaða og að sögn Severpost er málið einnig til rannsóknar hjá Rússum. Greinir vefsíðan frá því að refsa megi fyrir ólögmæta för yfir landamærin með allt að tveggja ára fangelsi.

VG
NRK
Severpost (á rússnesku)

mbl.is