Tom Holland hefur verið edrú í 16 mánuði

Edrúland | 10. maí 2023

Tom Holland hefur verið edrú í 16 mánuði

Spiderman-leikarinn Tom Holland hefur verið edrú í eitt ár og fjóra mánuði. Hann segir tilfinningaþrungið verkefni hafa verið upphafið á vegferð hans að bættri andlegri heilsu. 

Tom Holland hefur verið edrú í 16 mánuði

Edrúland | 10. maí 2023

Tom Holland hefur verið edrú undanfarna 16 mánuði.
Tom Holland hefur verið edrú undanfarna 16 mánuði. AFP

Spiderman-leikarinn Tom Holland hefur verið edrú í eitt ár og fjóra mánuði. Hann segir tilfinningaþrungið verkefni hafa verið upphafið á vegferð hans að bættri andlegri heilsu. 

Spiderman-leikarinn Tom Holland hefur verið edrú í eitt ár og fjóra mánuði. Hann segir tilfinningaþrungið verkefni hafa verið upphafið á vegferð hans að bættri andlegri heilsu. 

Nýjasta verkefni Hollands eru þættirnir The Crowded Room þar sem hann leikur ungan mann, Danny Sullivan, sem lendir í vandræðum eftir að hafa verið handtekinn fyrir glæp sem hann framdi ekki. 

„Að læra um geðheilsu og kraftinn sem fylgir henni og tala við geðlækna um baráttu Danny hefur verið virkilega upplýsandi fyrir mig og mitt líf,“ sagði hann í samtali við Entertainment Weekly.

Segir andlega þáttinn hafa tekið mikið á

Holland segist vera vanur líkamlegu erfiði sem fylgir starfi hans, enda er hann líklega hve þekktastur fyrir hlutverk sitt í hasarmyndinni Spiderman. „En andlegi þátturinn, það tók virkilega á og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir hlutverkið og komast aftur í raunveruleikann,“ útskýrði Holland.

Eftir níu mánuði í tökum áttaði Holland sig á því að hann þyrfti að slíta sig frá hlutverkinu vegna heilsu hans og hefur nú verið án áfengis í eitt ár og fjóra mánuði.

mbl.is