Skar sig úr fjöldanum í buxum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. maí 2023

Skar sig úr fjöldanum í buxum

Charlene prinsessa af Mónakó þótti einstaklega glæsileg til fara þegar hún mætti til veislu í Buckinghamhöll í tilefni af krýningu Karls III. Bretlandskonungs.

Skar sig úr fjöldanum í buxum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. maí 2023

Charlene prinsessa af Mónakó þótti einstaklega glæsileg í viðburði í …
Charlene prinsessa af Mónakó þótti einstaklega glæsileg í viðburði í Buckinghamhöll, kvöldið fyrir krýninguna. Skjáskot/Instagram

Charlene prinsessa af Mónakó þótti einstaklega glæsileg til fara þegar hún mætti til veislu í Buckinghamhöll í tilefni af krýningu Karls III. Bretlandskonungs.

Charlene prinsessa af Mónakó þótti einstaklega glæsileg til fara þegar hún mætti til veislu í Buckinghamhöll í tilefni af krýningu Karls III. Bretlandskonungs.

Charlene ákvað að klæðast ekki hefðbundnum kjól eins og hinar konurnar í veislunni heldur klæddist hún ljósfjólubláum samfestingi og skar sig sannarlega úr fjöldanum. Efri hlutinn var skáskorinn og með fallegum silfurlituðum útsaumi sem náði niður á tær. Þá bar hún silfurlitaða tösku og var í silfurlituðum skóm frá Manolo Blahnik sem kallast Chaos 105mm Metallic Napa Sandals. 

Við sjálfa krýninguna var Charlene prinsessa í kremlituðu frá toppi til táar með perlutölum og samlita skikkju yfir axlirnar.

Charlene hefur glímt við mikinn heilsubrest en er öll að …
Charlene hefur glímt við mikinn heilsubrest en er öll að koma til. Hér klæðist hún ljósfjálubláu buxnadressi með silfurlitað veski. Skjáskot/Instagram
Albert II. fursti af Mónakó ásamt Charlene prinsessu við krýningu …
Albert II. fursti af Mónakó ásamt Charlene prinsessu við krýningu Karls III. kóngs. AFP
mbl.is