Vonast eftir samningstón

Kjaraviðræður | 12. maí 2023

Vonast eftir samningstón

„Ég á svo sem ekki von á að staðan breytist en ég vona að það sé kominn einhver samningsvilji í SNS,“ segir Sonja Ýr Þórbergsdóttir, formaður BSRB.

Vonast eftir samningstón

Kjaraviðræður | 12. maí 2023

Sonja Ýr segist ekki eiga von á því að staðan …
Sonja Ýr segist ekki eiga von á því að staðan breytist en vonar að einhver samningsvilji sé kominn í SNS. Kristinn Magnússon

„Ég á svo sem ekki von á að staðan breytist en ég vona að það sé kominn einhver samningsvilji í SNS,“ segir Sonja Ýr Þórbergsdóttir, formaður BSRB.

„Ég á svo sem ekki von á að staðan breytist en ég vona að það sé kominn einhver samningsvilji í SNS,“ segir Sonja Ýr Þórbergsdóttir, formaður BSRB.

Rík­is­sátta­semj­ari boðaði fyrr í vikunni samn­inga­nefnd­ir BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SNS) á fund sem verður haldinn í dag klukk­an 13. BSRB vísaði kjara­deil­um ell­efu aðild­ar­fé­laga og Sambands íslenskra sveitarfélaga(SNS) til embætt­is rík­is­sátta­semj­ara fyr­ir rúm­um mánuði.

„Við höfum engar fregnir fengið sem benda til þess að það sé einhver breytt afstaða hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga“ segir hún og bætir við að hún búist ekki við miklu frá fundinum en vonar að „það sé kominn einhver samningstónn“ í SNS.

Verkfallsaðgerðir hefjast á mánudaginn, að öllu óbreyttu. Starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar.

Deil­an snýr að launam­is­muni fé­lags­manna BSRB og Starfsgreinasambands Íslands, en BSRB hef­ur kraf­ist launa­leiðrétt­ingu fyr­ir sitt fólk, þar sem fé­lags­menn SNS hlutu launa­hækk­un 1. janú­ar, en BSRB ekki fyrr en 1. apríl.



mbl.is