Kóngurinn vill sættast við Harry prins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. maí 2023

Kóngurinn vill sættast við Harry prins

Karl III. Bretlandskonungur myndi taka Harry og Meghan opnum örmum ef svo stæði til og vill  leita sátta.

Kóngurinn vill sættast við Harry prins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. maí 2023

Harry prins var viðstaddur krýningu Karls III. Bretlandskonungs.
Harry prins var viðstaddur krýningu Karls III. Bretlandskonungs. AFP

Karl III. Bretlandskonungur myndi taka Harry og Meghan opnum örmum ef svo stæði til og vill  leita sátta.

Karl III. Bretlandskonungur myndi taka Harry og Meghan opnum örmum ef svo stæði til og vill  leita sátta.

Heimildarmenn nærri kónginum segja að hann muni alltaf vilja sættast við Harry og Meghan.

„Tækifærið til þess að leysa málin þarna rann þeim úr greipum í bili. Karl hefur alltaf verið mjög skýr að hann vilji sættast við þau. Dyrnar standa opnar.“

Harry prins var viðstaddur krýninguna en flaug strax aftur heim til Kaliforníu að athöfn lokinni með stuttri viðkomu í Buckinghamhöll. Hann tók því ekki þátt í neinum hátíðahöldum eða viðburðum tengdum krýningunni. 

Harry flaug til Englands í farþegaflugi American Airlines, lenti föstudagskvöldið en krýningin var á laugardagsmorgni. Talið er að hann hafi verið alls 28 klukkustundir í Englandi.

Harry klæddist jakkafötum frekar en krýningarskykkju og var ekki með á svölum Buckinghamhallar. Meghan var hins vegar heima með börnin en Archie fagnaði fjögurra ára afmæli sínu þennan sama dag.

Harry prins virtist hress í krýningunni.
Harry prins virtist hress í krýningunni. AFP
Karl III. kóngur vill endilega sættast við son sinn Harry …
Karl III. kóngur vill endilega sættast við son sinn Harry prins. AFP
Feðgarnir saman árið 2007. Ýmislegt hefur breyst síðan þá.
Feðgarnir saman árið 2007. Ýmislegt hefur breyst síðan þá. AFP
Feðgarnir vörðu miklum tíma saman hér áður fyrr. Þessi mynd …
Feðgarnir vörðu miklum tíma saman hér áður fyrr. Þessi mynd er frá 2005. Nú talast Harry og Vilhjálmur ekki við. RUBEN SPRICH
mbl.is