Sleit vináttunni um leið og hún kynntist Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. maí 2023

Sleit vináttunni um leið og hún kynntist Harry

Raunveruleikastjarnan Millie Mackintosh segir Meghan Markle hafa slitið vináttu þeirra um leið og samband hennar við Harry prins varð opinbert. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Mumlemmas

Sleit vináttunni um leið og hún kynntist Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. maí 2023

Meghan hertogaynja af Sussex hreinsaði til á vinalistanum.
Meghan hertogaynja af Sussex hreinsaði til á vinalistanum. AFP

Raunveruleikastjarnan Millie Mackintosh segir Meghan Markle hafa slitið vináttu þeirra um leið og samband hennar við Harry prins varð opinbert. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Mumlemmas

Raunveruleikastjarnan Millie Mackintosh segir Meghan Markle hafa slitið vináttu þeirra um leið og samband hennar við Harry prins varð opinbert. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Mumlemmas

Mackingtosh og Markle urðu vinkonur fyrir átta árum en þær hittust í Tyrklandi.

„Ég var einlægur aðdáandi, ég horfði á Suits. Við hittumst á hótelbar, vorum báðar að panta drykki og fórum að spjalla. Það fór vel á með okkur og smullum saman. Við vorum til dæmis báðar að ganga í gegnum sambandsslit,“ segir Mackingtosh sem var þá gift breskum rappara og Markle var ný skilin við eiginmann sinn til tveggja ára, Engelson.

Vinkonurnar héldu sambandi og Mackingtosh var henni alltaf innan handar þegar Markle kom til London. Þær fóru þá í brunch, í jógatíma saman eða helgarferðir til Soho Farmhouse í Oxfordshire. 

„Þá sagði hún mér að hún væri að spjalla við Harry prins. Sameiginlegur vinur hafði kynnt þau. Ég spurði ekki mikið um sambandið og grunaði aldrei hvert stefndi.“

Loks komst sambandið í fjölmiðla og mánuði síðar reyndi Mackingtosh að hafa samband mitt í öllu fjölmiðlafárinu.
„Ég sendi henni skilaboð og sagðist vera að hugsa til hennar og vonaði að allt væri í lagi.“
„Ég fékk hins vegar til baka mjög stuttaraleg skilaboð sem voru afar ólík okkar fyrri samskiptum.“ Mackingtosh vildi ekki segja hver skilaboðin voru en segir að hún hafi fengið á tilfinninguna að Markle væri að segja henni að hypja sig.

„Ég heyrði aldrei aftur í henni. Þegar ég lít til baka finnst mér sem hún hafi ákveðið að nú væri hún hluti af kóngafólki og hefði enga þörf fyrir mig lengur.“

Millie Mackingtosh var sár eftir vinslitin.
Millie Mackingtosh var sár eftir vinslitin. Skjáskot/Instagrammbl.is