Tolli og Gunný seldu húsið á 182 milljónir

Heimili | 14. maí 2023

Tolli og Gunný seldu húsið á 182 milljónir

Hjónin Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir settu glæsihús sitt í Grafarholti á sölu á dögunum. Um er að ræða 270 fm einbýli sem byggt var 2002.  Nú hefur húsið verið selt. 

Tolli og Gunný seldu húsið á 182 milljónir

Heimili | 14. maí 2023

Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir.
Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir. Skjáskot/Facebook

Hjónin Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir settu glæsihús sitt í Grafarholti á sölu á dögunum. Um er að ræða 270 fm einbýli sem byggt var 2002.  Nú hefur húsið verið selt. 

Hjónin Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir settu glæsihús sitt í Grafarholti á sölu á dögunum. Um er að ræða 270 fm einbýli sem byggt var 2002.  Nú hefur húsið verið selt. 

Tolli er þekktur myndlistarmaður og Gunný er áfengis-og fíkniráðgjafi. Þau eru sérlega lunkin við að gera fallegt í kringum sig. Heimilið bar þess merki að þarna væri smekkfólk á ferð enda hver hlutur á sínum stað. Húsið er í útjaðri hverfisins og því stutt í náttúrufegurðina sem þar ríkir. 

Ásett verð var 195 milljónir en húsið var selt á 182.500.000 kr. 

Nýir eigendur hússins eru Fannar Freyr Bjarnason og Dagrún Fanný Liljarsdóttir. Það á án efa eftir að fara vel um þau húsinu. 

mbl.is