Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Grundarfirði

Ferðamenn á Íslandi | 15. maí 2023

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Grundarfirði

Amera er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Grundarfirði en það lagði að Norðurgarði í höfninni í morgun. 

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Grundarfirði

Ferðamenn á Íslandi | 15. maí 2023

Amera lagði að Norðurgarði í Grundarfjarðarhöfn í morgun.
Amera lagði að Norðurgarði í Grundarfjarðarhöfn í morgun. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Amera er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Grundarfirði en það lagði að Norðurgarði í höfninni í morgun. 

Amera er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Grundarfirði en það lagði að Norðurgarði í höfninni í morgun. 

Með skipinu eru 835 farþegar og í áhöfn eru 443. Skipið var smíðað árið 1988 og siglir undir fána Bahamaeyja. 

Farþegum hefur eflaust þótt undarlegt að sjá snjóhvíta jörð er þeir stigu á land. Hluta þeirra verður síðan ekið í skoðunarferðir um Snæfellsnes, en alltaf er þó nokkur fjöldi á vappi um bæinn.

mbl.is