Spá 5,1% hagvexti á árinu

Vextir á Íslandi | 15. maí 2023

Spá 5,1% hagvexti á árinu

Arion banka reiknar með meiri hagvexti í ár en áður var talið, drifnum áfram af fjölgun íbúa og ferðamanna. Þetta kemur fram í nýútkominni hagspá bankans.

Spá 5,1% hagvexti á árinu

Vextir á Íslandi | 15. maí 2023

Arion banka reiknar með meiri hagvexti í ár en áður var talið, drifnum áfram af fjölgun íbúa og ferðamanna. Þetta kemur fram í nýútkominni hagspá bankans.

Arion banka reiknar með meiri hagvexti í ár en áður var talið, drifnum áfram af fjölgun íbúa og ferðamanna. Þetta kemur fram í nýútkominni hagspá bankans.

Bankinn reiknar þannig með mikilli fólksfjölgun, hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en áður var gert ráð fyrir og öflugri fjárfestingu, studdri af lágum raunvöxtum síðustu misseri. Allt muni þetta leiða til 5,1% hagvaxtar í ár að mati bankans.

Á næsta ári muni hins vegar hægja verulega á með 1,6% hagvexti og rekur Arion banki þá þróun meðal annars til vaxtahækkana. Litið lengra fram veginn, telur bankinn að hagkerfið leiti í langtímahagvöxt árið 2025.

Arion banki

Verðbólgan stærsta vandamálið

Eins og sakir standa mun stærsta vandamálið sem efnahagslífið glímir við vera tæp 10% verðbólga, sem ítrekað hefur reynst þrálátari en vænst hefði verið. Gerir bankinn engu að síður ráð fyrir að verðbólgan hjaðni á næstu misserum, en til þess þurfi frekari vaxtahækkana við.

Arion banki metur hagkerfið almennt í góðu ásigkomulagi og er bjartsýnn á framtíðarhorfur efnahagslífsins. Þar munu metnaðarfull áform í fiskeldi, orkuskiptum, ýmsum tæknigreinum, lyfjaiðnaði og fleiri atvinnugreinum skipta miklu máli. Spáin mun vera varfærin hvað þessi áform varðar en gangi þau eftir eru líkur á að hagvöxtur gæti orðið sögulega mikill næstu ár.

Arion banki

Stýrivextir hækki áður en þeir lækki

Ársmeðaltal stýrivaxta Seðlabanka Íslands verður 8% í ár og mun meðaltal þetta hækka í 8,6% á næsta ári, gangi spá bankans eftir, áður en meðaltalið lækkar. Í þessu samhengi bendir Arion banki á að síðasta verðbólgumæling hafi verið reiðarslag, verðbólguvæntingar séu háar, raunvextir lágir, eða neikvæðir eftir því hvaða mælikvarða er horft á, og framleiðsluspenna að líkindum meiri en áður var talið. Telur bankinn að þetta muni knýja nefndina til þess að hækka vexti um samtals 1,5 prósentustig við vaxtaákvörðun nú í maí og í ágúst.

Verðbólga fer hjaðnandi í spánni, sem að lokum mun lyfta raunvöxtum upp. Þetta leiðir til þess að nafnvextir taki aftur að lækka undir lok árs 2024, þegar hægt hefur verulega á hagkerfinu og gerir bankinn ráð fyrir að stýrivextir verði 6,7% að meðaltali árið 2025.

Verðbólga kemur áfram niður árið 2025 og þá gætu vextir lækkað enn frekar. Vextir verða engu að síður enn tiltölulega háir undir lok spátímans eða 5,5%.

Arion banki

Ófyrirséðir atburðir geti sett strik í reikninginn

Aftur á móti er bent á að ýmislegt geti þróast til verri vegar. Þannig munu horfur vera á hægagangi, og jafnvel niðursveiflu, í viðskiptalöndum Íslands sem geta smitast hingað, auk þess sem vaxtahækkanir um heim allan, þ.m.t. á Íslandi, gætu bitnað meira á raunhagkerfinu en gert er ráð fyrir. Þá er ótalin reynsla af heimsfaraldri og stríðsátökum síðustu ára. Það ætti því að vera í fersku minni að ýmsir ófyrirséðir atburðir geti sett strik í reikninginn.

mbl.is