Fundinum fylgir mikilvæg reynsla

Dagmál | 16. maí 2023

Fundinum fylgir mikilvæg reynsla

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mikilvægan búnað sem keyptur var til landsins fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, auk þeirrar reynslu sem lögreglumenn öðlast í tengslum við verkefnið, auka öryggi borgara hér í landi. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann í Dagmálum, þar sem hann segir meðal annars að fleira komi til þegar litið sé til aukins öryggis, eins og stórauknar fjárheimildir til handa lögreglu sem tryggðar hafi verið á liðnu ári.

Fundinum fylgir mikilvæg reynsla

Dagmál | 16. maí 2023

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mikilvægan búnað sem keyptur var til landsins fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, auk þeirrar reynslu sem lögreglumenn öðlast í tengslum við verkefnið, auka öryggi borgara hér í landi. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann í Dagmálum, þar sem hann segir meðal annars að fleira komi til þegar litið sé til aukins öryggis, eins og stórauknar fjárheimildir til handa lögreglu sem tryggðar hafi verið á liðnu ári.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mikilvægan búnað sem keyptur var til landsins fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, auk þeirrar reynslu sem lögreglumenn öðlast í tengslum við verkefnið, auka öryggi borgara hér í landi. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann í Dagmálum, þar sem hann segir meðal annars að fleira komi til þegar litið sé til aukins öryggis, eins og stórauknar fjárheimildir til handa lögreglu sem tryggðar hafi verið á liðnu ári.

Bendir hann á að þeim fjármunum hafi m.a. verið varið til þess að taka af meiri festu á rannsókn kynferðisbrota og mæta auknum þunga skipulagðrar brotastarfsemi. Þá telur hann of mikla andstöðu við auknar heimildir til handa lögreglu.

Um eitthundrað erlendir lögreglumenn og öryggissérfræðingar koma til landsins vegna fundarins. Það samstarf skapi mikilvæga reynslu og þá bendir Jón á kaup á tækjabúnaði af sama tilefni.

Lögreglan hlýtur mikilvæga reynslu í tengslum við framkvæmdina á Leiðtogafundi …
Lögreglan hlýtur mikilvæga reynslu í tengslum við framkvæmdina á Leiðtogafundi Evrópuráðsins. Eggert Jóhannesson
mbl.is