Segist aldrei hafa elskað líkama sinn

Andleg heilsa | 16. maí 2023

Segist aldrei hafa elskað líkama sinn

Leikkonan Megan Fox prýðir forsíðu sundfatatímaritsins Sports Illustrated. Í gegnum árin hefur Fox slegið í gegn, en árið 2008 var hún valin kynþokkafyllsta kona heims. Þrátt fyrir segist Fox aldrei hafa elskað líkama sinn 

Segist aldrei hafa elskað líkama sinn

Andleg heilsa | 16. maí 2023

Leikkonan Megan Fox var glæsileg í myndatöku fyrir sundatatímaritið Sports …
Leikkonan Megan Fox var glæsileg í myndatöku fyrir sundatatímaritið Sports Illustrated. Samsett mynd

Leikkonan Megan Fox prýðir forsíðu sundfatatímaritsins Sports Illustrated. Í gegnum árin hefur Fox slegið í gegn, en árið 2008 var hún valin kynþokkafyllsta kona heims. Þrátt fyrir segist Fox aldrei hafa elskað líkama sinn 

Leikkonan Megan Fox prýðir forsíðu sundfatatímaritsins Sports Illustrated. Í gegnum árin hefur Fox slegið í gegn, en árið 2008 var hún valin kynþokkafyllsta kona heims. Þrátt fyrir segist Fox aldrei hafa elskað líkama sinn 

Í viðtali við tímaritið segist Fox hafa glímt við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphic disorder), geðröskun sem einkennist af þráhyggju yfir útlitsgöllum sem eru ekki til staðar. 

„Ég er með líkamsskynjunarröskun. Ég sé mig aldrei eins og aðrir sjá mig. Það hefur aldrei komið sá tímapunktur í lífi mínu þar sem ég hef elskað líkama minn, nokkurn tímann,“ sagði leikkonan og bætti við að hún væri á langri vegferð til að elska sjálfa sig.

Fox viðurkennir að hafa alltaf verið gagnrýnin á útlit sitt og haft þráhyggju fyrir líkama sínum, jafnvel sem barn. Þá segir hún uppeldi hennar ekki vera orsök þessarar þráhyggju þar sem hún hafi alist upp í trúarlegu umhverfi þar sem líkamar og útlit voru ekki til umræðu.

mbl.is